Search
Áhrif þess að vera óupplýsingalæs
Erindið lítur að samfélagslegri stöðu þeirra sem hafa hætt í námi (brottfallsnemendur) og eru í þeim áhættuhópi sem gæti orðið fastur í vítahring menntunarskorts og upplýsingaólæsis. Þetta er vaxandi hópur sem að rannsóknarniðurstöður stofnanna t.a.m. European Foundation for the improvement of living and working conditions í  Dublin hafa sýnt að er fyrir hendi. 
 
Umfjöllunarefni Bergljótar Gunnlaugsdóttur byggir hún m.a. á niðurstöðum úr M.A. verkefni sínu, þ.e.; Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB löndunum og á Íslandi.
Verkefnið fól í sér greiningu og samanburð á stefnum og stofnunum upplýsinga- og þekkingar-samfélagsins. Hnattvæðing, þekkingarhagkerfi, rafræn stjórnsýsla og upplýsingalæsi almennings voru nokkrir þeirra þátta sem voru til umfjöllunar ásamt tengslum og áhrifum á stefnumótun.
Staður: Landsbókasafn Íslands ? Háskólabókasafn, fyrirlestrarsalur 1. hæð
Stund: Fimmtudagur 13. nóvember kl. 8:30-9:30.
Skráning: 
https://docs.google.com/forms/d/1-fKvSN0hcJ0kuRoSqo7_1CcYGIIeyujmcP9tJoqQk4Q/viewform 
Erindið er ætlað fyrir alla félagsmenn Upplýsingar og er ókeypis fyrir þá. Þeir sem hafa áhuga að hlusta en eru utan félags þurfa greiða kr. 1.000. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *