Bókasafnið

Bókasafnið – Tímarit

Bókasafnið er fagtímarit á sviði bókasafns- og upplýsingafræða og hefur komið út frá árinu 1974.

Útgefandi er Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða. Tímaritið er ársrit og gefið út að vori ár hvert og sérstök ritnefnd hefur veg og vanda af útgáfu þess.
Allir skuldlausir félagar Upplýsingar fá Bókasafnið sent í áskrift.

Sérstakar verklagsreglur eða samningur milli stjórnar Upplýsingar og ritnefndar gilda um útgáfu Bókasafnsins og var hann samþykktur af stjórn Upplýsingar og ritnefnd. Má finna verklagsreglur um útgáfu Bókasafnsins hér til hliðar.