Styrktarsjóður ófaglærðra félaga Upplýsingar

Stjórn Upplýsingar hefur ákveðið í samráði við fulltrúa Upplýsingar og SFA í verkefnisstjórn fyrir námsefnisgerð í bókasafnstækni að styrkja ófaglærða félaga til að sækja námskeið á vegum félagsins. Um er að ræða eftirstöðvar af fé því sem ætlað var til undirbúnings, námskrár- og námsefnisgerðar fyrir námið og er á námsefnisreikningi Upplýsingar. Helstu styrktaraðilar verkefnisins á sínum tíma voru Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytis og Menntamálaráðuneytið.
 
Úthlutunarreglur
 
  • Þeir félagar Upplýsingar sem ekki hafa lokið námi til starfsréttinda(t.d. iðnnám, stúdentspróf eða styttra nám) geta sótt um styrk.
  • Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er að jafnaði 30.000 kr. hverju sinni gegn framvísun reiknings.
  • Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu í a.m.k. þrjú ár og a.m.k. tvö ár þurfa að líða á milli úthlutana styrkja til sama einstaklings. Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrk.
  • Tilkynna skal um styrkveitingar á aðalfundi Upplýsingar ár hvert.
  • Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar Upplýsingar að loknu námskeiði
  • Stjórn Upplýsingar auglýsir eftir umsóknum á styrkhæf námskeið.
 
Umsóknir um styrki berist á netfangið [email protected]
 
Samþykkt á stjórnarfundi 1. september 2016

Ferðasjóður Upplýsingar

Upplýsing starfrækir Ferðasjóð fyrir félagsmenn. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fullgilda félaga til náms- og kynnisferða.

Í sjóðsstjórn eru gjaldkeri Upplýsingar, sem er formaður sjóðsstjórnar, auk hans formaður og varformaður félagsins sem eru meðstjórnendur.

Reglur Ferðasjóðs Upplýsingar

  1. Heiti sjóðsins er Ferðasjóður Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða og er sjóðurinn eign félagsins.
  2. Hlutverk sjóðsins er að styrkja félaga í Upplýsingu til náms- og kynnisferða.
  3. Þriggja manna sjóðsstjórn fer með fjármál og málefni sjóðsins. Gjaldkeri Upplýsingar er formaður sjóðsstjórnar og skal hann hafa umsjón með reikningum sjóðsins og bókhaldi og greiða út styrkina. Auk gjaldkera eiga formaður og varaformaður félagsins sæti í stjórninni.
  4. Stjórn sjóðsins sér um að ávaxta fé hans, leggur hluta vaxta við höfuðstól og úthlutar styrkjum eftir umsóknum. Úthlutun fer fram einu sinni á ári, fyrri hluta árs, og skal stjórnin auglýsa eftir umsóknum og setja hæfilegan umsóknarfrest.
  5. Tekjustofn sjóðsins er auk þess hluti af ágóða af Landsfundi annað hvert ár.
  6. Á ári eru heimilt að úthluta samtals allt að átta styrkjum.
  7. Umsóknir skulu berast til stjórnar sjóðsins þar sem umsækjandi geri grein fyrir markmiði ferðarinnar.
  8. Stjórn Upplýsingar setur sjóðnum úthlutunarreglur sem skal að jafnaði endurskoða á 3ja ára fresti.
  9. Tillögur til breytinga á reglum sjóðsins skal leggja fyrir aðalfund Upplýsingar til samþykktar.

Úthlutunarreglur Ferðasjóðs Upplýsingar:

  • Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er að jafnaði 30.000 kr. Fjöldi úthlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.
  • Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu í a.m.k. þrjú ár og a.m.k. þrjú ár þurfa að líða á milli úthlutana úr sjóðnum til sama einstaklings.
  • Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrk.
  • Í umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur.
  • Tilkynna skal um styrkveitingar á aðalfundi Upplýsingar ár hvert.
  • Umsóknarfrestur er til 1. maí ár hvert. Því miður er ekki hægt að taka til greina umsóknir sem berast eftir þann tíma (miðað við dagsetningu tölvupósts eða póststimpils).
  • Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar sjóðsins að lokinni ferð og skal skýrslan að öðru jöfnu birtast í Fregnum.

    Samþykkt í stjórn Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða 12. maí 2000. Breytingar samþykktar í stjórn 2009 og á aðalfundi félagsins 2017.

Umsókn í Ferðasjóð –  pdf-skjal til útprentunar

Umsókn í Ferðasjóð –  word-skjal til útprentunar

Aðild Upplýsingar að IFLA

Ifla Membership Code“ fyrir Ísland er IS-001 (eða IS 01)

Skýrslur ferðasjóðs

Í úthlutunarreglum ferðasjóðs segir m.a. að styrkþegar skuli skila skýrslu til stjórnar sjóðsins að lokinni ferð og að skýrslan skuli að öðru jöfnu birtast í Fregnum.