Tímarit,  fréttabréf

Fregnir er fréttabréf Upplýsingar og hefur stjórn Upplýsingar veg og vanda af útgáfu þess. 

Í fréttabréfinu eru birtar fréttir og greinar um það sem er á döfinni í bókasafna- og upplýsingaheiminum á Íslandi og erlendis, fregnir af starfsemi félagsins og nefnda á vegum þess. Að auki eru fréttir af forvitnilegum ráðstefnum og viðburðum sem félagsmenn geta sótt.

Eldri tölublöð Fregna 1976-2007 eru aðgengileg á Timarit.is en eldri vefútgáfa Fregna árin 2012-2017 er aðgengileg hér.

Tímaritið Bókasafnið kom út árlega frá árunum 1974-2017 en þá varð hlé á útgáfu. Frá árinu 2023 hefur Bókasafnið hafið göngu sína á ný og er það nú gefið út eingöngu rafrænt. Ritstjóri er Hallfríður Kristjánsdóttir.

Tímaritið hefur nú verið fært í stafrænt form og birt á vefnum www.timarit.is sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn heldur úti. 

 

Útgefin rit

Á leið til upplýsingar. Saga Bókavarðafélags Íslands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga [1960-2004].

Höfundur ritsins er Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur og honum til fulltingis starfaði ritnefnd sem skipuð var fimm félagsmönnum í Upplýsingu, þeim Guðrúnu Pálsdóttur, Huldu Björk Þorkelsdóttur, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, Kristínu Indriðadóttur og Þórdísi T. Þórarinsdóttur.

Ritið kom út á Landsfundi félagsins árið 2004. Það er 317 bls. með myndum og vönduðum heimilda- og hjálparskrám.

Upplýsingtækni – eithvað fyrir mig?

Upplýsing gaf út bækling árið 2006 fyrir almenning um upplýsingatækni með styrk frá menntamálaráðuneytinu.

Upplýsingar fyrir alla – Þekkingarsamfélagið 2007-2011

Stefna Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða.

Dreift til félaga með Fregnum 2/2007.

Stefnt er að því að senda bæklinginn einnig m.a. til alþingismanna, sveitarstjórnarmanna og fjölmiðla.

Nordic IFLA Publication 2005

Nordic Libraries and their organisations in the 21st century. Bæklingur sem dreift var til allra þátttakenda á þingi IFLA í Noregi 2005. Í honum er m.a. grein eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur: Libraries go digital. A report from Iceland, bls. 6-7 og Directory – Iceland, bls. 19-20 með tölulegum upplýsingum um landið og upplýsingum um félög tengd bókasafnsfræðum.