Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt:
-
að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
-
að vera dagur starfsmanna safnanna.
Dagurinn okkar
Bókasafnsdagurinn er dagur þeirra sem starfa á bókasöfnunum. Við hvetjum öll bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar til þess að vera með. Ekki gleyma því að njóta dagsins og gera eitthvað fyrir eða með starfsmönnum.
Lestur er bestur
Mikilvægi lesturs og læsis er óumdeilanlegt. Bókasöfnin eru einn af hornsteinum lestrarmenningar Íslands og þess vegna leggjum við áherslu á læsi í slagorði bókasafnsdagsins: Lestur er bestur
Hryllilega spennandi
Þema dagsins í ár er tileinkaður öllum hryllingnum sem fyrirfinnst á bókasöfnum landsins.
Dagskrá Bókasafnsdagsins þriðjudaginn 8.september 2020
Morgunkorn á Bókasafnsdaginn
Að venju verður haldið sérstakt Morgunkorn að morgni Bókasafnsdagsins þar sem félagsmenn Upplýsingar og starfsmenn bókasafna koma saman, halda upp á Bókasafnsdaginn, þiggja léttar veitingar og hlusta á erindi í tilefni dagsins.
Við hefjum gleðina á morgunkaffi með covid sniði kl.8:30 en dagskráin sjálf hefst 8:45.
Haldið í Gerðubergi þann 8. september þar sem hægt verður að tryggja 2m fjarlægð milli einstaklinga
- 08:15 – Húsið opnar/morgunmatur
- 8:40/8:45 –Formaður Upplýsingar kynnir
- 8:45-9:15 – Úlfhildur Dagsdóttir, Borgarbókaasfni fjallar um hryllingsbókmenntir
- 9:15- 9:25 – Kynning niðurstöður á könnun um hryllilegar bækur
- 9:25 – Morgunkorni slitið
Brjótum upp daginn á safninu
Auk morgunkornsins sem er ætlað starfsfólki og félögum Upplýsingar, geta bókasöfnin boðið gestum sínum að hlusta í beinu streymi kl. 11:00, á erindi sem Hildur Knútsdóttir, rithöfundur flytur í tilefni dagsins. Slóðin á erindið verður sett inn á vefinn bokasafn.is eða á facebook síðu Bókasafndagsins.
Við hvetjum söfn og stofnanir til að gera daginn frábrugðinn öðrum dögum. Drögum fram allan hryllinginn sem söfnin búa yfir og vekjum athygli á starfinu okkar, hlutverki safnanna og mikilvægi þeirra í samfélaginu.
Bókasafnsdagurinn nýtir samfélagsmiðla til hins ýtrasta til þess að vekja athygli á deginum og starfi bókasafna. Hér má sjá upplýsingar um net- og samfélagsmiðla sem notaðir verða á vegum Bókasafnsdagsins og hvernig söfn geta nýtt sér þá. Það er von undirbúningsnefndar að með samstilltu samfélagsmiðlaátaki muni okkur takast að gera Bókasafnsdaginn og bókasöfnin sjálf sýnileg enda er annað markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu. Spurningar, tillögur eða annað sem við kemur samfélagsmiðlum og vefjum beinist til vefstjóra.
Taktu þátt á samfélagsmiðlun með því að nota myllumerki dagsins.
#bokasafnsdagurinn
- Facebook: Bókasafnsdagurinn
- Instagram: bokasafnsdagurinn
- Snapchat: bokasafn.is
- Youtube: Upplýsing (streymi af Morgunkorni)
- Twitter: @bokasafnsdagur
- Vefir: Bokasafn.is (notendur) / Upplysing.is (starfsmenn)
- „Hasstögg(myllumerki)“: #bokasafnsdagurinn #lesturerbestur
Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að tengjast á þeim miðlum sem þeir stunda.
Hugmyndir að uppákomum á Bókasafnsdaginn
- Blása og hengja upp marglitar blöðrur til að skapa stemningu eins og í afmæli
-
Upplestur fyrir börn/fullorðna
-
Hengja upp gátur/spurningar með textum úr bókum þar sem giska á hvaða bók þetta er
-
Bjóða í kaffi og bakkelsi
-
Ljóðaupplestur
-
Bjóða gestum að taka þátt í að skrifa sögu (samskrif)
-
Hafa kynningu á ákveðnum höfundum/bókaflokki
-
Skipuleggja að hafa fundi svo sem bókaklúbba þennan dag
-
Lifandi tónlist
-
Opin námskeið
-
Bjóða gestum í skoðunarferðir „baksviðs“
-
Bókmenntagöngur/bókmenntaumfjöllun
- Skemmtun
-
Starfsmenn mæla með uppáhalds, eða að þeirra mati merkilegum bókum
-
Bókapakkar fyrir börn og fullorðna með áhugaverðum bókum
-
Staðreyndir og/eða fáránlegur fróðleikur prentað út og hengt upp á söfnunum.
-
Auglýsa frí kynningarskírteini
-
Auglýsa og halda örnámskeið á söfnunum á bókasafnsdaginn til að kynna starfsemi safnanna, eins og leshringi o.fl.
-
Nýta sjónvarpskjáina til að kynna safnið eða bækur. T.d. að láta rúlla myndir af skemmtilegum myndum af öllu sem tengist bókum, bóklestri, bókasöfnum, bókaföndri, bókabílum o.s.frv.
- Sérstakar uppákomur/efni á vefsíðu í tilefni dagsins
- Gefa bókamerki / lestrardagbækur
- Lestrarátak á safninu (hvað verða lesnar margar síður inni á bókasafninu á bókasafnsdeginum?)
- Samkeppni um slagorð fyrir bókasöfn
- Gefins bækur (þeir sem hafa sölubás gætu gefið þær þennan daginn)
- Spurningakeppni (ekki pubquiz heldur libquiz)
- Bjóða bæjarráðsfólki/sveitastjórnarfólki í formlega heimsókn
- Setja einhver met innan safnsins
- Brandarakeppni
-
Bjóða upp á að skrifa bréf til bókasafnsins sem hengt verður upp
-
Bjóða viðskiptavinum að koma kjósa 100 bestu bækurnar/ uppáhalds íslensku bókina sína / uppáhalds skáldsöguna
-
Sýning á gömlum munum, bókum og fleiru tengdu fyrri árum bókasafnsins
-
Myndlistasýning
-
Bókmenntagetraun
-
Sektarlaus dagur
-
Viðhorfskannanir
-
Bókmenntaþema, leggja áherslu á valda tegund bókmennta og stilla út.
-
Fá bókaútgefanda til þess að gefa verðlaun í happdrætti/spurningaleik
Undirbúningsnefnd Bókasafnsdagsins 2020
Fulltrúi Upplýsingar
Barbara GuðnadóttirVef- og miðlastjóri Upplýsingar
Óskar Þór Þráinsson