Samfélags- og vefmiðlar

Fylgstu með og taktu þátt

Upplýsing notast við ýmiskonar samfélagsmiðla til þess að koma viðburðum, uppákomum og málefnum á framfæri. Vefsíða Upplýsingar, facebook og Youtube eru megin uppistaðan í samfélagsmiðlun upplýsingar en ýmsir aðrir miðlar eru nýttir í tengslum við sérstaka viðburði og uppákomur.

Facebook

Facebook síða Upplýsingar er upplýsingasíða um starfsemi félagsins og málefni sem tengjast  félaginu. Þar eru helst settar inn tilkynningar og skráningar vegna viðburða, myndir af starfi félagsins og einnig er áhugaverðum fréttum deilt á síðuna. Fyrirspurnir hafa einnig verið að berast gegnum Facebook til félagsins. 

 

Youtube 

 Á Youtube rás Upplýsingar má finna safn myndbanda sem tekin hafa verið upp á á viðburðum á vegum Upplýsingar. Þar má helst nefna upptöku af morgunkornum og ráðstefnum. Frá 2016 hefur verið stefnan að að streyma öllum Morgunkornum beint í gegnum Youtube ef netsamaband og tæknibúnaður leyfir. 

 

Instagram  (upplysing)

Instagram reikningur Upplýsingar birtir reglulega myndir úr starfi félagsins.

Instagram  (bokasafnsdagurinn)

Instagram reikningur bókasafnsdagsins er notaður í aðdraganda Bókasafnsdagsins.

 

Twitter (bokasafnsdagur)

 

Twitter (upplysing)

 

Snapchat (bokasafn.is)

[Sjá snapcode á vinstri hlið] Snapchatreikningurinn bokasafn.is var stofnaður fyrir Bókasafnsdaginn 2016. Markmið snapchat reikningsins er að gefa fylgjendum innsýn í daglegt starf bókasafna með bland af léttu spaugi. Snapchatið er hugsað sem flökkusnap sem gengur á milli bókasafna í lengri eða styttri tíma. Áhugasöm bókasöfn/aðilar er bent á að hafa samband við vefstjóra með frekari upplýsingar.

 

 

 

Vefmiðlar

Upplysing.is er aðal vefsetur Upplýsingar en undir vefnum má finna sérvefi sem fjalla um ákveðið málefni og einnig eru aðrar vefsíður sem tengjast starfsemi Upplýsingar.
 

Sérvefir

 

Eldri vefir: