Hver erum við og hvað gerum við?
Hlutverk, markmið og stefnaUpplýsing er fagfélag á sviði bókasafns-og upplýsingafræða.
Markmið félagsins skv. lögum þess eru:
- Að auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar bókasafns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna bókasafna og upplýsinga-miðstöðva.
- Að efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda.
- Að bæta aðstöðu til rannsókna og náms í bókasafns- og upplýsingafræði.
- Að efla samstarf og samheldni félagsmanna.
- Að gangast fyrir faglegri umræðu um bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar.
- Að stuðla að og standa fyrir símenntun félagsmanna.
- Að auka samvinnu ólíkra safnategunda.
- Að koma á samvinnu við innlenda og erlenda aðila með svipuð markmið.
- Að vera löggjafanum og stjórnvöldum til ráðgjafar um bókasafns- og upplýsingamál.
- Að starfa með Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og öðrum stéttarfélögum eftir því sem við á.
Stjórn
Vefstjóri:
Sif Sigurðardóttir – vefstjori(hjá)upplysing.is
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir
Nefndir og ráð
Ritstjórn Bókasafnsins 2023-
Hallfríður H. Kristjánsdóttir (Lbs-Hbs) – ritstjóri
María Bjarkadóttir (Bókasafn Tækniskólans)
Tinna Guðjónsdóttir (Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ).
Netfang ritstjórnar er: [email protected]
Skilafrestur efnis er 15. október ár hvert.
Tengiliður: Hólmfríður Björk Pétursdóttir, Amtsbókasafnið á Akureyri
Alefli
Nefndarmenn 2024-
Brynhildur Jónsdóttir, bókasafni Kópavogs
Hanna Þórey Guðmundsdóttir, bókasafni Verkmenntaskóla Akureyrar
Gunnhildur Björnsdóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, bókasafni Tækniskóla Íslands
Nánar um Upplýsingu
Pósthólf 8865 | 128 Reykjavík
Sími: 864-6220
Tölvupóstfang: [email protected]
Veffang: www.upplysing.is
Kennitala félagsins er 571299-3059
Upplýsing varð til 1. janúar 2000 við sameiningu íslenskra bókavarðafélaga og er fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða, m.a. með það að markmiði að gangast fyrir faglegri umræðu, efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda og efla samvinnu þeirra.
Fregnir – fréttabréf Upplýsingar
Þann 6. febrúar 2003 stofnaði stjórn Upplýsingar aðgangsstýrðan póstlista, Bókin, fyrir félagsmenn. Listinn var m.a. ætlaður til að auglýsa viðburði á vegum félagsins og til að senda upplýsingar til félagsmanna. Ennfremur var listinn félagsmönnum opinn sem umræðugrundvöllur um málefni félagsins og um bókasafns- og upplýsingamál almennt. Árið 2020 varð að leggja póstlistann niður og í hans stað var endurvakið fréttabréfið Fregnir sem sent er öllum félagsmönnum.
Merki félagsins
Árið 2000 var efnt til hugmyndasamkeppni um merki fyrir Upplýsingu.
Á fyrsta aðalfundi félagsins sama ár var Aðalbjörgu Þórðardóttur afhent bókaverðlaun fyrir hugmynd sína að merki fyrir félagið. Stjórn félagsins gekk síðan til samstarfs við höfundinn um frekari útfærslu á merkinu m.a. fyrir bréfagögn þess.
Merki var tilbúið til notkunar í endanlegri útgáfu í ársbyrjun 2001. Það er í rústrauðum lit og prýðir vef félagsins. Merkið er einnig notað á allt kynningarefni félagsins, s.s. penna, barmmerki og minnisblokkir.
Merkið var tilnefnt til sem eitt af fimm bestu vöru- og firmamerkjum árins 2001 í keppni ÍMARK (Félag íslensks markaðsfólks) og Sambands íslenskra auglýsingastofa. Tilnefningin staðfestir að merki Upplýsingar er meðal þess besta á sviði einkennismerkja hér á landi.
Aðalbjörg hannaði einnig mynd á forsíðu vefs Upplýsingar.
Tæknilegar upplýsingar um merkið.
Merki í lit: Pantine: 201
Process litur, tímarit: 0, 100, 65, 35
Preocess litur, dagblöð: 0, 100, 65, 15
Vefsetur Upplýsingar www.upplysing.is
Félagið hefur haldið úti vefsetri frá stofnun þess árið 2000.
Fyrstu árin var vefurinn unninn í FrontPage en frá árinu 2007 var vefurinn í vefumsjónarkerfi, frá fyrirtækinu Tónaflóði, 2017 var vefurinn fluttur í WordPress vefumsjónarkerfið og endurnýjaður með nýjar hönnunarkröfur í huga.
Allar ábendingar um efni á vefinn eru vel þegnar. Senda má tölvupóst á vefstjóra eða á [email protected]
Vefstjórar hafa verið:
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir (2000-2002)
Vala Nönn Gautsdóttir (2002-2007)
Hulda Björk Þorkelsdóttir (2007-2008)
Rósa Bjarnadóttir (2008-2010)
Óskar Þór Þráinsson (2010-2020)
Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir (2020- )
Heiðursfélagar Upplýsingar og fyrri bókavarðafélaga
2020 Jóhanna Gunnlaugsdóttir