Útdráttur 36.árgangs

 36. árgangur 2012 – Pistill ritstjóra og útdrættir úr greinum blaðsins.

Frá ritstjóra  

Einhvern tíma kom það til tals í ritnefnd Bókasafnsins eftir að undirritaður tók við ritstjórn, að langt væri síðan fjallað hefði verið um skólasöfn í blaðinu, það er að segja önnur en háskólabókasöfn. Það er því ánægjulegt að í þessu blaði eru tvær greinar um þetta málefni. Það er ástæðulaust að gera upp á milli mismunandi tegunda bókasafna hvað mikilvægi varðar, en víst er að mikilvægi skólabókasafna verður seint ofmetið og mikils um vert að þar sé fagmennska í fyrirrúmi. Á það er lögð áhersla í þessum tveimur greinum, fagmennsku, samstarf fagaðila og viðurkenningu fagfólksins.

Í fyrra var í Bókasafninu grein í tilefni af 50 ára afmæli Bókavarðafélags Íslands og bar hún titilinn ?Á leið til fagstéttar“. Vikið var að fagþróuninni í grein í sama blaði um ?upplýsingaarkitektúr“. Hin faglega staða og ímynd hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og haustið 2010 tók til starfa Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU. Niðurstöður úr vinnu hópsins er birtar í þessu blaði.

Almenningsbókasöfn eru megin viðfangsefnið í viðtali og tveimur greinum. Í annarri greininni er fjallað um starfsánægju á almenningsbókasöfnum. Í viðtali við Önnu Torfadóttur, fráfarandi borgarbókavörð í Reykjavík, er farið yfir þróun Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem verður nírætt á næsta ári, og breytt viðhorf og tækniþróun í almenningsbókasöfnum og upplýsingamálum. Þar er vikið að samstarfi og vinnusmiðjum almenningsbókasafna á Norðurlöndum sem nánar er fjallað um í sérstakri grein. Einnig víkur Anna að tilkomu leitarvefsins leitir.is, en um hann er nánar fjallað í annarri grein. Þá er einnig grein um norrænt samstarf um upplýsingalæsi, NordINFOLIT.

Hugleiðing er um kosti og galla nýjustu tækni í bókaútgáfu, rafbókanna, en jafnframt leitum við langleiðina til upphafsins í bókaútgáfu hérlendis með ítarlegri grein um Hrappseyjarprent. Sú var tíð að bókavinir merktu bækur sínar með fagurlega skreyttum bókamerkjum, Ex libris, Um þau er fjallað í blaðinu en þeirri spurningu ósvarað hvort hugsanlega verði til einhvers konar rafræn bókamerki ? eða hvernig verður bókaeign háttað í framtíðinni? En hvert sem hið tæknilega form verður, þá munu bókmenntirnar lifa, og um þær er að venju fjallað í greinum undir yfirskriftinni Bækur og líf, en síðast en ekki síst er litið við á bókamessunni miklu í Frankfurt þar sem íslenskar bókmenntir skipuðu heiðursess í fyrra.

Þetta er síðasta hefti Bókasafnsins sem ég ritstýri og þakka ég félögum mínum í ritnefnd, sem nú heitir reyndar útgáfunefnd, fyrir gott samstarf og óska þeim sem áfram sitja og við taka velfarnaðar.

Einar Ólafsson

Ritnefnd:
Einar Ólafsson, ritstjóri ? [email protected]
Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri ? [email protected]
Áslaug Óttarsdóttir ? [email protected]
Kristína Benedikz ? [email protected]
Anna María Sverrisdóttir ? [email protected]
Brynhildur Jónsdóttir ?  [email protected]

Efni

Gróa Finnsdóttir: Af bókum og brettum. Mótsagnakenndar hugleiðingar. Bls. 4-7.

Fjallað er lítillega um lesbretti fyrri tíma, hornbækur, en að meginefni fjallar greinin um kosti og galla rafbóka borið saman við venjulegar bækur. Höfundur segir frá persónulegari reynslu sinni af notkun rafbóka og lesbretta, ber saman hagnýta kosti þeirra og venjulegra bóka annars vegar og hins vegar tilfinningaleg og skynræn áhrif.

Kristín Bragadóttir: Hrappseyjarprentsmiðja. Bls. 8-15. 

Rakin er saga Hrappseyjarprentsmiðju og undanfari hennar, sagt frá starfsemi og hnignun Hólaprentsmiðju næstu tvo áratugi áður en Hrappseyjarprentsmiðja er sett á stofn árið 1773 og þeim viðhorfsbreytingum sem urðu til bókaútgáfu og menntastefnu á átjándu öld. Sagt er frá frumkvæði Ólafs Olaviusar við stofnun prentsmiðjunnar og rekstri hennar eftir að Bogi Benediktsson tók við honum, starfsmönnum hennar og prentgripum. Fjallað er um  erfiðleikana við bóksölu og dreifingu bóka á þessum tíma, baslið við að halda úti bókaútgáfu, tilraunir Björns Gottskálkssonar við að halda rekstri prentsmiðjunnar áfram eftir að hann keypti hana og loks sölu hennar og flutning til Eystri-Leirárgarða 1795.

Christina Tovoté: NordINFOLIT ? tíu ára afmæli og breytingar. Bls. 16-17.

NordINFOLIT (Nordiskt forum för samarbete inom området informationskompetens – Nordic Forum for Information Literacy) hóf starfsemi sína árið 2001 og hefur því nú starfað í rúm tíu ár. Í upphafi voru ákveðin fjögur spor til að vinna eftir: árlegur sumarskóli haldinn til skiptis í hverju Norðurlandanna, ráðstefnan ?Creating Knowledge“ haldin annað hvert ár, vefsetur og loks málstofur um ýmis efni. Þróunin á þessu tímabili, sem meðal annars felst í því að  upplýsingahæfni er nú viðurkennd og orðin snar þáttur í  flestum greinum í háskólum og víðar, hefur leitt til þess að segja má að NordINFOLIT hafi lokið hlutverki sínu. Núverandi stýrihópur hefur því lagt til að samvinnan í núverandi NordINFOLIT verði lögð niður en hinni farsælu ráðstefnu ?Creating Knowledge“ verði haldið áfram.

Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU: Ímynd bókasafns- og upplýsingafræðinga. Bls. 18-21.

Haustið 2010 var myndaður vinnuhópur á vegum Upplýsingar og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) til að vinna að ímyndarvinnu stéttarinnar. Hópurinn leggur til að stéttin noti heitið upplýsingafræðingur í stað heitisins bókasafns- og upplýsingafræðingur. Í mörgum löndum hafa háskóladeildir sem kenna þessi fræði breytt nafni sínu í þessa átt. Vinnuhópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að ímynd stéttarinnar verði styrkt með stuttri en nákvæmri lýsingu sem allir geti sætt sig við. Upplýsingafræðingur skipuleggur upplýsingar og greiðir almenningi, atvinnulífi, skólum og vísindasamfélagi aðgang að afþreyingu og áreiðanlegri þekkingu (hvort sem er á stafrænu eða áþreifanlegu formi).

The image of Library- and Information Scientists
This article is based on the work of a task-group set up by Upplýsing (Association of Library- and Information Science) and SBU (Union of Professional Library- and Information Scientists) to find ways to improve the image of the profession. The group proposes the profession to use only the title of information scientist instead of library – and information scientist. In many countries, universities have changed the names of their departments and field of studies to Information science or studies. The task group stresses the importance  of  improving  the image of the profession by constructing a short but exact  description of it, acceptable by everyone. Thus:  An information scientist organises information (digital and physical) and facilitates access to popular and reliable knowledge by the general public, businesspeople, students and the scientific community.

Einar Ólafsson: Við erum hætt að vera svona hæversk. Viðtal við Önnu Torfadóttur. Bls. 22-25.

Anna Torfadóttir hefur starfað við Borgarbókasafn Reykjavíkur frá árinu 1978, sem borgarbókavörður frá 1998 og lætur nú af störfum. Hér rifjar hún upp fyrstu kynni sín af Borgarbókasafninu sem barn og síðan störf sin þar í 34 ár. Hún segir frá viðhorfsbreytingum í almenningsbókasöfnum á þessu tímabili sem hafa leitt til aukinnar fjölbreytni í starfseminni og tengsla út í samfélagið, eflingar barnastarfs og ýmis konar þátttöku í meninngarlífinu. Hún rekur líka hvernig ytri aðstæður hafa breyst með bættu húsnæði, sem hefur auðveldað þessa útvíkkun starfseminnar, og tölvuvæðingu sem hefur gefið af sér öflug upplýsingakerfi þar sem leitir.is er nýjasta afurðin. Loks horfir hún til framtíðar og víkur að norrænni samvinnu um framtíð almenningsbókasafna, Next library og Nordic Camps.

Sveinbjörg Sveinsdóttir: leitir.is ? og þér munuð finna. Bls. 26-30.

Nýr leitarvefur Landskerfis bókasafna, leitir.is, var opnaður haustið 2011. Í þessari grein er þróun hans rakin, kerfinu lýst og gerð grein fyrir ýmsum möguleikum sem þessi leitarvefur opnar við leit að upplýsingum og með tengingum við ýmis konar gagnasöfn sem gerir notandanum kleift að leita frá einum stað í fjölbreyttu safni gagna.

Sigurður Örn Guðbjörnsson: Fimm dagar í bókaheimi. Mannfræðingur og bókavörður í Frankfurt. Bls. 31-33.

Höfundur, sem er bæði mannfræðingur og starfsmaður Landsbókasafns Íslands ? Háskólabókasafns, segir hér frá heimsókn sinni á bókamessuna í Frankfurt 2011. Hann segir frá sjálfum sér á bókamessunni í tveim hlutverkum, annars vegar sem starfsmaður háskólabókasafns og hins vegar sem mannfræðingur sem hefur áhuga á að skoða bókamessur og heim bóka út frá mannfræðilegum og félagsvísindalegum sjónarhóli.

Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Anna Björg Sveinsdóttir: Hugleiðingar um skólasöfn grunnskólanna og Félag fagfólks á skólasöfnum. Bls. 34-40.

Hér er rakin þróun skólasafna grunnskólanna og einkum sú breyting sem orðið hefur á síðustu árum á starfsemi og mönnun sem leiddi til stofnunar nýs fagfélags, Félags fagfólks á skólasöfnum. Það er greinilegt að félagsmenn kalla á skýra námskrá sem skerpi á ytri ramma skólasafnanna og standi vörð um innri starfsemi þeirra. Sú krafa er í takti við skólasamfélagið þar sem áhersla er lögð á fagmenntun starfsmanna skólasafnsins. Starfsheiti er eitt baráttumála félagsmanna, sem vilja fá starfsheitið forstöðumenn skólasafna viðurkennt. Með því móti má leggja áherslu á fagmenntun og mæta þannig auknum kröfum um stjórnunarhæfileika, hæfni á sviði samvinnu og samskipta sem og góða innsýn í skólastarf í tæknivæddu samfélagi. Mikilvægt er að menntun forstöðumanna skólasafna verði metin til launa hvort sem þeir tilheyra stéttarfélagi kennara eða bókasafns- og upplýsingafræðinga. Það er kominn tími til að forystumenn á sviði menntasamtaka taki frumkvæði og virði og meti sambærilega framhaldsmenntun félagsmanna sinna á sama hátt.

Ragnhildur Sigríður Birgisdóttir: Starfsánægja á almenningsbókasöfnum. Eigindleg rannsókn á starfsánægju starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Bls. 41-44.

Þessi grein er byggð á rannsókn sem gerð var sem lokaverkefni til MLIS-gráðu í bókasafns- og  upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Efni rannsóknarinnar var starfsánægja og líðan starfsmanna almenningsbókasafna á Stór-Reykjavíkursvæðinu og áhrif samstarfsmanna, yfirmanns og annarra þátta starfsins á líðan starfsmanna. Skoðaðir voru vefir almenningsbókasafna með tilliti til starfsmannastefnu þeirra og skilgreiningar fræðimanna á starfsánægju og hvað það er sem getur valdið óánægju í starfi. Ennfremur var leitast við að máta líðan starfsmanna inn í tveggjaþáttakenningu Herzbergs og þarfapýramída Maslows með tilliti til starfsánægju og nokkrar erlendar rannsóknir sem fjalla um þætti sem hafa áhrif á starfsánægju bókasafnsstarfsfólks kynntar stuttlega. Beitt var  eigindlegum rannsóknaraðferðum við rannsóknina og eru niðurstöður hennar byggðar á viðtölum við níu starfsmenn almenningsbókasafna og endurspegla því eingöngu þeirra upplifun og viðhorf. Rauði þráðurinn í niðurstöðunum er gagnkvæm virðing og traust. Hrós, hvatning, eftirtekt, frumkvæði, skilningur, gott upplýsingaflæði, fjölbreytileiki starfsins, nálægð við yfirmann og gott aðgengi að honum, samstarf við önnur söfn, léttleiki og ábyrgð er það sem ýtir undir vellíðan og gerir þátttakendur rannsóknarinnar ánægða í starfi.

Job Satisfaction in Public Libraries: A qualitative research on job satisfaction among public library employees in the Greater Reykjavík Area
The aim of this study was to find answers to the following questions: How do public library employees feel at work? What are the main factors affecting their job satisfaction? To what extent is their sense of well-being affected by their relationship with their colleagues and supervisors? Job satisfaction and dissatisfaction are observed in accordance with Maslow´s Hierarchy of Needs and Herzberg?s Two Factor Theory. The research methods are qualitative and include face-to-face interviews with nine employees in five public libraries in the Greater Reykjavík Area. The results show that respect and trust between colleagues and supervisors is the most important factor in job satisfaction and well-being in the work place. Other factors, such as motivation, initiative, encouragement, responsibility, support, acknowledgement and understanding from colleagues and supervisors, good information flow, good access to supervisors, a sense of ease and cooperation with other libraries also have a substantial effect on how participants feel at work in their public library.

Halla Ingibjörg Svavarsdóttir: Er vilji allt sem þarf? Skólasafnið og samstarf bókasafns og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og kennara. Bls. 45-50.

Þessi grein er byggð á lokaverkefni til MLIS-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Fjallað er um skólasöfn í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og samstarf bókasafns- og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og almennra kennara sem allir koma að kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Markmiðið var að kanna hvað veldur mismunandi árangri slíkrar samvinnu, hverju þetta skilar skólastarfinu og hver er vænlegasta leiðin til að innleiða slíkt samstarf inn í skólastarfið. Rannsóknin var gerð síðla árs 2010 og í byrjun árs 2011. Hún var eigindleg og gagna aflað með opnum viðtölum. Rætt var við níu einstaklinga, þrjá úr hverri áðurnefndra starfsgreina. Niðurstöður benda til að slíkt samstarf sé háð vilja og frumkvæði starfsmanna og skólastjórnenda. Yfirvöld þurfi að marka stefnu í lögum og tryggja tilvist skólasafna. Skólar þurfi að setja sér reglur hvernig stefnunni verði framfylgt til að nýta megi samstarf skólasafns þvert á allar námsgreinar skólans. Erlendar rannsóknir styðja að árangur af samstarfi er mikill fyrir nemendur, starfsmenn og allt skólastarfið. Samstarf tryggir fjölbreyttari kennsluhætti, meiri þjónustu og sérhæfðari við nemendur, betri nýtingu starfsmanna, safnkosts og aðstöðu.

The school library and cooperation between librarians, computer specialists and teachers
This study addresses school libraries in elementary schools in the Greater Reykjavík area and cooperation between librarians, computer specialists and teachers who all teach information communications technology. The purpose was to find out why the result of such cooperation differed, what it contributed to the schools and how such cooperation can best be applied into the schoolwork. The survey took place in late 2010 and early 2011. The research method was qualitative and data was acquired by open interviews with nine individuals. The results indicate that this kind of cooperation depends on the will and initiative of school personnel and administrators. The authorities need to support the existence of school libraries. Schools need to lay down certain rules on how the policy can be implemented and how the librarian can be intergrated into all subjects. Foreign research supports that the achievements of such cooperation is substantial for the students, personnel and the school as a whole. It ensures more diverse teaching methods, more specialized service for the students, better use of personnel, library assets and facilities.

Arnar Óðinn Arnþórsson: Til frænda. Ljóð. Bls. 50.

Sindri Freysson: EX LIBRIS. ?Hver sá er stelur þessari bók lokar hliðum Himnaríkis.“ Bls. 51-53.

Sagt er frá upphafi bókamerkja á 15. öld og þróun þeirra. Líklegt er að á 17. öld hafi Brynjólfur Sveinsson biskup verið fyrstur Íslendinga til að gera sér bókamerki. Annars eru þau frekar fátíð hér á landi þar til á fyrri hluta síðustu aldar en þá fara íslenskir listamenn að hanna bókamerki. Birtar eru nokkrar myndir af bókamerkjum úr safni Snæs Jóhannessonar, föðurbróður höfundar.

Einar Ólafsson: Bókasafnið inn að kviku! Nordic Camps: þriggja ára þróunarverkefni. Bls. 54-58.

Í júní 2010 var haldin í Reykjavík ráðstefna eða vinnusmiðja á vegum sjö norrænna almenningsbókasafna undir nafninu Nordic Camps. Þetta var sú fyrsta af þremur vinnusmiðjum, önnur var haldin í Stokkhólmi haustið 2011 og sú þriðja er fyrirhuguð í Osló haustið 2012. Þetta verkefni er tengt verkefninu Next Library sem Borgarbókasafnið í Árósum hefur haft frumkvæði að. Verkefnið snýr að þróun og stefnumörkun almenningsbókasafna á Norðurlöndum. Í þessari grein er verkefninu lýst og sagt frá hugmyndum sem komu fram  í vinnusmiðjunum 2010 og 2011.

Bækur og líf:

Ingibjörg Ingadóttir: Að gleyma sér í skræðunum.  Bls. 59.
Drífa Viðarsdóttir: Næring bóka og lesturs. Bls. 60.

Afgreiðslutími safna. Bls. 61-65.

Höfundar efnis. Bls. 66

Bókasafnið ? 36. árgangur
maí 2012 ? ISSN 0257-6775

—————-
Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða
Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: [email protected]
Veffang: www.upplysing.is

Prentun: GuðjónÓ ? vistvæn prentsmiðja
 
Á forsíðunni er mynd af bókamerki, ?Ex libris“, og er það fengið úr safni Snæs Jóhannessonar.

Limrur eru eftir Ingva Þór Kormáksson.

Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA)