Search

Morgunkorn og aðalfundur Upplýsingar og Bókasafnsins

Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður fimmtudaginn 27. ágúst kl. 14:00 á Grand Hótel Reykjavík – Gullteig B
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórnun flytur erindið; „Menntun í upplýsingafræði: staða, væntingar og horfur.“

Jóhanna hefur verið fastráðinn kennari í upplýsingafræði við Háskóla Íslands frá september 1999. Fyrstu árin við háskólann kenndi Jóhanna flokkun og skráningu auk skjalastjórnar en hin síðari ár einungis námskeið í skjalastjórn við kjörsviðið upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum. Miklar breytingar hafa orðið á náminu á þeim árum sem hún hefur starfað við námsgreinina og ýmislegt í farvatninu. Hún mun leitast við að greina frá því í erindinu.

Eftir flutning erindis verður boðið upp á kaffiveitingar og í kjölfarið verður haldinn aðalfundur Upplýsingar. Skráningar er þörf á báða þessa viðburði svo hægt sé að átta sig á fjölda og gera viðeigandi ráðstafanir ef þarf. Við bendum á að erindi Jóhönnu verður sent út í streymi fyrir þá sem ekki komast á Morgunkornið.

Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn, aðrir greiða 1.000 krónur.
Sendið tölvupóst á [email protected] fyrir greiðsluupplýsingar.
Við vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann frítt á Morgunkornið.
Skráningu á báða viðburði lýkur kl. 16:00, þriðjudaginn 25. ágúst.

Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeUta5Qra-WeiuwYDZD_4JASogJAfFQlGL2U-JUzKPTGmN85w/viewform

Aðalfundur Upplýsingar og Bókasafnsins
Boðað er til aðalfundar Upplýsingar og Bókasafnsins, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 15:00, á Grand Hótel Reykjavík – Gullteig B

Dagskrá aðalfundar:

a) Skýrsla stjórnar
b) Frá hópum og nefndum
c) Reikningar félagsins
d) Ákvörðun launa og þóknunar til stjórnarmanna
e) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs
f) Árgjald
g) Lagabreytingar
h) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
i) Kosning skoðunarmanna reikninga.
j) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
k) Önnur mál.
Undir önnur mál leggur stjórnin fram eftirfarandi mál:

1. Stjórn Upplýsingar leggur til eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi við útgáfu Bókasafnsins:

  • kennitala Bókasafnsins verði lögð niður, enda er Upplýsing ábyrgðaraðili að útgáfu blaðsins
    Þetta þýðir að Bókasafnið sem félag, verður lagt niður, reikningur Bókasafnsins verði leystur upp og fjármunir reiknings fari inn á reikning Upplýsingar.
  • pappírsútgáfu Bókasafnsins verði hætt og blaðið gefið út sem rafrænt tímarit
  • ritnefndin starfi sjálfstætt eins og aðrar nefndir félagsins og hafi fullt umboð til að halda utan um útgáfuna, fjármál blaðsins og annað því tengt líkt og verið hefur

2. Heiðurstilnefning stjórnar Upplýsingar
Stjórn Upplýsingar leggur til að Jóhanna Gunnlaugsdóttir, pró­fess­or við Há­skóla Íslands verði gerð að heiðursfélaga Upplýsingar.

Jóhanna hefur kennt nemendum í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands frá árinu 1997 og sem prófessor frá árinu 2008. Hún hefur leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í upplýsingafræðum og skjalastjórn og verið gestakennari bæði hér heima og við ýmsa háskóla erlendis. Í byrjun þessa árs sæmdi forseti Íslands Jóhönnu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar.