Search

3.nóvember voru afhendar viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberum rekstri.  Það er ekki úr vegi að óska Þóru Ingólfsdóttur og hennar fólki á Blindrabókasafni Íslands til hamingju með viðurkenninguna.


Í umsögn dómnefndar um verkefnið segir:

?Verkefnið felur í sér mikla nýbreytni í starfsemi stofnunarinnar og nýja nálgun sem þýðir umbyltingu í  þjónustu við skjólstæðinga stofnunarinnar.  Með verkefninu er innleidd ný tækni fyrir þjónustu stofnunarinnar og hún þróuð í samvinnu við utanaðkomandi aðila.  Úrlausnin hefur mikil áhrif á störf í stofnuninni og hefur vinnusparnað í för með sér.  Verkefnið felur í sér að fleiri hópar geta nýtt sér þjónustuna og notkun þessarar tækni má yfirfæra á aðra og ólíka þætti opinberrar starfsemi.?

Hér má sjá nýjan vef sem opnaður var í gær: http://www.nyskopunarvefur.is/

Og hér er nánar um verkefnið: http://www.nyskopunarvefur.is/node/66

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *