Ráðstefnan verður haldin 5. mars 2012 á Grand hótel reykjavík. Markmið ráðstefnunnar er fræðsla um rafbækur og bókasöfn. Fyrirkomulag til framtíðar um aðgengi að rafbókum á skólasöfnum á öllum stigum náms, sérfræðisöfnum og á almenningsbókasöfnum. Að blása hvetjandi anda í brjóst bókasafnsstéttarinnar til að standa vörð um þá hugsjón sem bókasöfn standa fyrir: um jafnt og óhindrað aðgengi að upplýsingum, fræðslu og afþeyingu í hvaða formi sem er. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna á þann þátt í starfinu sem er kennsla og kynningar nýrra miðla s.s. rafbóka, rafbókalesara og notkun þeirra.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á efninu en þó er aðalmarkhópurinn starfsfólk bókasafna, allra safnategunda.
Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir félaga í Upplýsingu og 10.000 kr. fyrir þá sem ekki eru í Upplýsingu. Verðið er 2.500 kr. fyrir nema í bókasafns- og upplýsingafræði.
Skráningu líkur kl.16.00 1.mars. Takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Skráningu er lokið