Erindið fjallar um bókasafnið sem menningarstofnun.
Menningarstjórnun býður uppá aðrar nálganir á rekstur og stefnumörkun en viðtekið er eða algengast innan stjórnunarfræða. Í erindinu beitum við sjónarhornum menningarstjórnunar á nokkur viðfangsefni bókasafna og skoðum þau í gagnrýnu ljósi. Meðal annars verður rætt um vandamál tengd breyttu skipulagi menningarmála innan sveitarfélaga og tilraunir til sameiningar ólíkra stofnana. Þá verður spurt hvernig bókasafnið getur brugðist við eða jafnvel verið leiðandi í slíku umhverfi?
Njörður Sigurjónsson er doktor í menningarstefnu og menningarstjórnun (Cultural Policy and Management) og lektor við Háskólann á Bifröst. Njörður hefur undanfarin ár kennt í meistaranámi í menningarstjórnun og menningarfræði og stundað rannsóknir á menningarstefnu, hljóðmenningu, lýðræði og tengslum fagurfræði og skipulags.
Staður: Bókasafn Kópavogs – 1. hæð, Hamraborg 6a.
Stund: 8:30-9:30.
Ókeypis fyrir félagsmenn. Utanfélagsmenn kr. 1.500.-.
Skráning: Morgunkorn-skráningarform