Search

Gimbill bókasmiðja – nýjar bækur

Það koma tvær bækur í bókaflokknum um Gling Gló og hjátrúarfullu ömmu hennar út snemma í nóvember. Þær munu væntanlega verða í boði á Barnabókamessunni 15.-16. nóvember í Hörpu. Þetta eru fallegar innbundnar og myndskreyttar barnabækur – 45 síður að lengd og með góðu læsilegu letri.

Fyrsta bókin fjallar um það þegar Gling Gló brýtur spegil og amma segir að það boði 7 ára ógæfu. Bók númer tvo segir svo frá því þegar Gling Gló spennir upp regnhlíf innanhúss sem amma segir að boði rigningu eða jafnvel andlát.

Á vefsíðu um Gling Gló  má lesa meira um bækurnar og tilurð þeirra. https://www.glingglo.is . Þær má líka sjá í bókatíðindum https://www.bokatidindi.is/baekur?search=gling+gl%C3%B3