Search

Nú er búið að senda út kröfur í netbanka vegna árgjalds Upplýsingar – Félags um bókasafns-og upplýsingafræði fyrir árið 2016-2017. Eins og venja er munu félagar fá félagsskírteini sín endurnýjuð eftir að árgjaldið hefur verið greitt. Í ár og hér eftir er þó fyrirkomulagið varðandi endurnýjun þeirra öðruvísi en verið hefur. Í stað útgáfu nýrra skírteina á hverju ári fá félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld sendan sterkan límmiða með nýju ártali sem þarf að líma yfir eldra ártal. Þetta er tilraun sem gerð er í sparnaðarskyni og er þar að auki umhverfisvænna. Þetta fyrirkomulag er m.a. notað á nemendakortum HÍ og félagsskírteinum FÍB.

Nokkur ávinningur er af því að vera í félaginu, m.a. í formi fræðslu að kostnaðarlausu og afslátta gegn framvísun félagsskírteinis. Einnig er gott að minna á það að þeir sem greiða árgjaldið fá Landsfundargjald á lægra verði en eins og félagsmenn vita verður Landsfundur Upplýsingar í Reykjanesbæ dagana 29.-30. september nk.

Á fræðslufundum sem og á Landsfundi gefst ekki aðeins tækifæri til menntunar heldur einnig til ræktunar tengslanets og styrkingu vináttubanda.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þetta er hægt að senda fyrirspurn á[email protected]

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *