Eins og rætt var um á Morgunkorni Upplýsingar 18. febrúar sl. var ákveðið að gera könnun á hvaða námstími væri hentugur fyrir félagsmenn að hefja fyrsta námskeiðið í símenntun hjá Háskólanum á Bifröst. Við biðjum ykkur því að smella á tengilinn hér neðst og svara könnuninni.
Gert er ráð fyrir að eitt námskeið taki um það bil 5 vikur og hefjist á vinnuhelgi (föstudegi til laugardags) á Bifröst þar sem ýmis praktísk atriði varðandi fjarkennslu og annað varðandi námskeiðið er kynnt auk þess að þeir sem sitji námskeiðið hittist og kynnist. Er það hugsað til að efla tengslanet.
Þau tímabil sem koma til greina í þessari fyrstu atrennu eru frá apríl-maí (15.04-20.05 eða 22.04-27.05) eða september til október (23.09-28.10)
Einnig var rætt um þann möguleika að hafa einnig lokadag þar sem þátttakendur hittast í lok námskeiðs á Bifröst og fái einn aukafyrirlestur.
Ýmsir möguleikar á námskeiðum voru rædd. Hugmyndin er þó að leggja áherslu á að í þessari fyrstu lotu yrði boðið upp á námskeið í upplýsingatækni, vefumsjón og notkun samfélagsmiðla. Einnig var rætt um menningarstjórnun, stjórnun, stjórnsýslu o. fl.