Search

Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, boðar til þjóðfundar um framtíð skólaþjónustu á Íslandi mánudaginn 6. mars kl. 9:00–16:00 í Silfurbergi í Hörpu og í streymi á vef Stjórnarráðsins. Boð var sent til haghafa í síðustu viku og hafa þegar yfir 300 skráð sig til þátttöku í Hörpu. Opið er fyrir skráningar til og með 26. febrúar nk.

Erindum á þjóðfundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=08187eca-ade8-11ed-9bb5-f992086adea7

Deilt af vef Mennta- og barnamálaráðuneytis.