Í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins er fagfólki á sviði bókasafna og öðrum áhugasömum boðið á ráðstefnuna Nordic Libraries Together dagana 18. – 20. október 2023 í Reykjavík. Um er að ræða ráðstefnu sem haldin er að frumkvæði NINJA, samráðsvettvangs norrænna almenningsbókasafna en Reykjavík er þriðji ráðstefnustaðurinn á eftir Malmö 2021 og Bergen 2022. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri og Bókasafn Kópavogs með stuðningi frá Bókasafnasjóði, Landskerfi bókasafna, Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna og Þjónustumiðstöð bókasafna.
Innblástur frá fyrirlesurum, vinnustofur um skapandi leiðir og lausnir og tengslamyndun.