Search

Hvatningarverðlaun Upplýsingar 2023

Á Bókasafnadaginn 8. september 2023 voru Hvatningarverðlaun Upplýsingar afhent í þriðja sinn. 

Dómnefnd fékk innsendar tvær tilnefningar til umfjöllunar og eftir umræður og mat á þeim, sem voru báðar metnaðarfullar og áhugaverðar, náði nefndin eftirfarandi niðurstöðu:

Verkefnið Stofan – A Public Living Room varð fyrir valinu sem handhafi Hvatningarverðlauna Upplýsingar 2023.

Umsögn dómnefndar var svohljóðandi.

Í innsendri lýsingu á verkefninu kemur fram að Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa styðjandi samfélagsrými sem þau vilja sjá á bókasafninu. Þetta er vettvangur sem býður notendum að tengjast öðrum, finnast þau vera hluti af samfélaginu á eigin forsendum og taka þátt sem borgari á jafnréttisgrundvelli. Í samtölum í Stofunni er höfðað til allra skynfæra þegar umhverfið, hugmyndir og skilningur eru könnuð.

Dómnefnd hafði til viðmiðunar að um væri að ræða nýbreytni og þróunarverkefni sem ekki væri fastur liður í daglegu starfi viðkomandi starfsstaðar. Verkefnið getur þróast í ýmsar áttir og tengist það íbúalýðræði, almenningssöfnum og opinberum vettvangi.

Verkefnið er metnaðarfullt og til mikils sóma fyrir þá sem að því standa.

Vefsíða stofunnar: https://borgarbokasafn.is/stofan

Í dómnefnd Hvatningarverðlauna Upplýsingar 2023 sitja Margrét Björnsdóttir af hálfu undirbúningshóps Bókasafnsdagsins, Margrét Sigurgeirsdóttir af hálfu Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna og Stefanía Gunnarsdóttir af hálfu stjórnar Upplýsingar.

Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karolina Daniel, innilega til hamingju! Og til hamingju Borgarbókasafn!

Ljósmyndir: Guðrún Dís Jónatansdóttir