Search

Framkvæmdaáætlun 2000-2001

Framkvæmdaáætlun næsta starfsárs (2000-2001)
 
1. Svara erindum og fyrirspurnum sem berast félaginu. Ennfremur koma ýmsum upplýsingum sem berast, s.s. um ráðstefnur erlendis, á framfæri við félagsmenn. Sjá um útgáfu Fregna.
2. Byggja upp skrifstofu félagsins, kaupa tölvu. Skipuleggja, byggja upp og halda við heimasíðu félagsins. Ganga frá skjölum fyrri félaga. Kanna fjárhagsgrundvöll fyrir ráðningu starfsmanns.

3. Útfærsla á einkennismerki (logo) félagsins og prentun bréfsefnis og e.t.v. félagsskírteina og gefa félagsmönnum kost á að kaupa nafnspjöld með einkennismerki Upplýsingar.

4. Félagaskráning: Senda út eyðublað vegna samræmdar skráningar félagsmanna. Ýmsar upplýsingar vantar í félagatal og hefur stjórnin hug á að skrá ákveðnar grunnupplýsingar um félagsmenn (svipað eyðublað og umsókn um félagsaðild) svo auðveldara verði að koma skilaboðum til tiltekinna markhópa innan þess.

5. Stofnun póstlista fyrir félagsmenn Upplýsingar til að auðvelda dreifingu upplýsinga til félagsmanna og gera hana markvissari. Ennfremur er stefnt að áframhaldandi kynningu á félaginu.

6. Halda fund næsta haust með fulltrúum nefnda og öðrum fulltrúum félagsins í nefndum og ráðum um starfsemi félagsins og framtíðarskipulag. Í framhaldi af þessum fundi halda tenglar í stjórn fundi með viðkomandi sviðum, sbr. 4. gr. laga félagsins og skipurit.

7. Halda fræðslufund næsta haust þar sem nýútskrifuðum bókasafns- og upplýsingafræðingu verður gefinn kostur á að kynna lokaverkefni sín fyrir starfandi bókavörðum.

8. Undirbúa fund formanna og framkvæmdastjóra norrænna bókavarðafélaga, Nordisk bibliotekforeningsmøte, sem haldið verður í Reykjavík 26. og 27. maí nk.

9. Endurmenntun bókasafns- og upplýsingafræðinga í samstarfi við Endurmenntunarstofnun og Samstarfshóp háskólabókavarða.

10. Menntunarmál ófaglærðra bókavarða. Áframhaldandi vinna við að bygga upp menntunarúrræði fyrir ófaglærða bókaverði í samvinnu við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Fjölmennt og menntamálaráðuneytið. Vinna þarf að framgangi menntunarúrræða fyrir ófaglært starfsfólk á bókasöfnum sem tekið væri tilllit til við röðun í launaflokka. Bæði þarf að huga að menntunarmöguleikum fyrir þá sem þegar eru við störf sem aðstoðarmenn á bókasöfnum og eins þarf að skipuleggja formlegt starfsnám, t.d. innan framhaldsskólans, fyrir þá sem hyggjast starfa á bókasöfnum og upplýsingamiðstöðvum en hyggja ekki á langskólanám.

11. Stefnt er að ritun sögu FB og BVFÍ ásamt aðildarfélögum þess (FBR og FAS). Sagan spanni sögu bókasafnsfræðinga- og bókavarðastéttarinnar frá stofnun Bókavarðafélags Íslands 4. des. 1960 fram til 4. desember 2000. Gert er ráð fyrir að sagnfræðingur verði ráðinn til verksins. Stofnun ritnefndar og ráðning sagnaritara.

12. Stjórn Upplýsingar hefur á stefnuskrá sinni að félagsmenn njóti betri kjara en utanfélagsmenn á þeim námskeiðum og viðburðum sem staðið er fyrir innan vébanda félagsins.

 

f.h. stjórnar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða

Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður
15. maí 2000