Search
Loading Events

Glæpakviss – Spurningakeppni í boði Hins íslenska glæpafélags

Þessi viðburður er liðinn

5 september

Í tilefni af Bókasafnsdeginum í september verður efnt til spurningakeppni um íslenskar glæpasögur.

Keppnin verður haldin 5. september í öllum almenningsbókasöfnum sem taka þátt. Ævar Örn Jósepsson, formaður Hins íslenska glæpafélags semur og útbýr keppnina, söfnunum að kostnaðarlausu, en bókasöfnin sjá um að halda hana, hvert á sínum stað. Þema verkefnisins mun jafnframt „smita“ út í yfirskrift Bókasafnsdagsins sem að þessu sinni er Lestur er glæpsamlega góður.

Upplýsing stendur að Bókasafnsdeginum að venju og mun hvetja jafnt almenningssöfn sem og skólabókasöfn til að nýta sér þemað til að fagna deginum. Upplýsing mun jafnframt bjóða upp á Morgunkorn með fyrirlestri sem tengist þemanu fyrir starfsfólk bókasafna. Þá verður jafnframt kjörið tækifæri til að stilla út glæpasögum með fjölbreyttum hætti á söfnunum. Þannig má segja að verkefnið sé afar þátttökumiðað og bjóði upp á aðkomu breiðs hóps lesenda á öllum aldri, starfsfólks bókasafna, kennara, höfunda og fræðimanna með lestrargleðina að leiðarljósi.

Þau bókasöfn sem hafa áhuga á að taka þátt í glæpakvissinu hafi samband við Ævar Örn Jósepsson með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Fylgjast má með viðburðaröðinni Glæpafár á Íslandi á Facebook síðu Hins íslenska glæpafélags.
https://www.facebook.com/hidislenskaglaepafelag