Bókasafns og upplýsingafræði er þverfagleg fag sem spannar vítt svið. Í stjórnkerfinu eru ýmis lög og reglugerðir sem ná yfir upplýsingar og einstakar stofnanir, svo sem almennings- og sérfræðisöfn en einnig um bókasafnsfræðingana sjálfa og meðferð útgefinna rita. Á alþjóðavísu eru til ýmsar stefnur og yfirlýsingar um upplýsingalæsi, vitsmunafrelsi og upplýsingamiðstöðvar.
Þar sem fræðasviðið er svo vítt vinna margir ólíkir hópar að ólíkum verkefnum og er Ísland ekkert frábrugðið. Fjölmörg félagasamtök og samstarfshópar innan fagsins vinna að framgangi og þróun á sínum vettvangi. Þessir hópar tengjast síðan innbyrðis í gegnum nokkra íslenska áhugasviðsskipta póstlista en einnig er stutt auðvelt að leita til fagfélaga erlendis.
Bókasöfn á Íslandi
Ekki hefur verið gerður tæmandi listi yfir öll bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar á Íslandi.
Á bokasafn.is er leitast við að safna öllum söfnum landsins saman á einn stað. Nú eru rúmlega 70 söfn skráð á bokasafn.is. Aðrir listar yfir bókasöfn sem þekktir eru má skoða hér:
https://www.landskerfi.is/um-
Hér er listi yfir öll söfn í Gegni á leitir.is