Search

Opið fyrir umsóknir í Bókasafnasjóð

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar úr Bókasafnasjóði 2024 er 15. mars 2024, kl 15:00.

Við úthlutun styrkja árið 2024 njóta forgangs umsóknir sem tengjast markmiðum bókasafnalaga (6.gr) um að efla lestraráhuga og upplýsingalæsi.

Markmið Bókasafnasjóðs er að efla starfsemi bókasafna en hann styrkir rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á svið bókasafna- og upplýsingamála. Bókasöfn geta sótt um ein eða í samstarfi við önnur bókasöfn eða aðra aðila sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og hvernig á að sækja um er að finna á vef Rannís. Einnig er hægt að hlusta á síðasta morgunkorn Upplýsingar þar sem Helgi Sigurbjörnsson og Siggerður Ólöf Sigurðardóttir kynntu Bókasafnasjóð og Bókasafnaráð.

Upplýsing hvetur allt félagsfólk sem lumar á góðum hugmyndum til að sækja um!