Search

Útskrift í upplýsingafræði

Laugardaginn 15. júní fór fram brautskráning frá Háskóla Íslands. Einn brautskráðist með BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og þrjár með MIS gráðu í upplýsingafræði.

Á myndinni má sjá Ólaf Rastrick, deildarforseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar, við brautskráningarathöfnina sem og Kolbrúnu Ósk Jónsdóttur sem brautskráðist með ágætiseinkunn.

Auk Kolbrúnar brautskráðust Ársól Þóra Sigurðardóttir, Silja Pálmarsdóttir og Óskar Gunnar Óskarsson frá námsbraut í upplýsingafræði. Við óskum þeim sem og öðrum kandídötum innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í komandi verkefnum.