Search

Alefli – Ráð og nefndir

book-1868068_1920

Fulltrúaráð

Fulltrúaráð 2018-2019

Fulltrúaráð 2017-2018

Fulltrúaráð 2016-2017

Fulltrúaráð 2015-2016

Fulltrúaráð 2014-2015

Fulltrúaráð 2012-2013

Fulltrúaráð 2011-2012

 

Skráningarráð

Fulltrúar Aleflis í skráningarráði 2017-2018
Áslaug Þorfinnsdóttir, Bókasafni Hafnarfjarðar
Rósa S. Jónsdóttir, Bókasafni Orkustofnunar
Þóra Sigurbjörnsdóttir, Borgarbókasafni

Netfang skráningarráðs: [email protected]

Eldri fulltrúar í skráningarráði

Hlutverk skráningarráðs

  1. Að vera samstarfsvettvangur Landskerfis bókasafna og bókasafna landsins varðandi notkun og upp­bygg­ingu kerfisins hér á landi.
  2. Að vera Landskerfi bókasafna til ráðuneytis varðandi aðlögun og þróun Gegnis.
  3. Að marka stefnu, fylgjast með þróun og setja verklagsreglur um bókfræðilega skrán­ingu, meðferð flokks­talna og lyklun (efnisorðagerð og efnis­orða­gjöf) í samræmi við al­þjóð­legar reglur og staðla. Skráningarráð tekur saman lista um staðla, handbækur og þær reglur sem styðjast á við.
  4. Að móta aðferðir við að fylgjast með skráningu í kerfinu með það að markmiði að tryggja gæði og sam­ræm­ingu bók­fræðilegra gagna í kerfinu. Öllum sem skrá í Gegni ber að hlíta þeim reglum sem skrán­ingar­ráð setur og framfylgja mótaðri gæðastefnu.
  5. Að skilgreina þær kröfur, sem gerðar eru til skrásetjara, til að öðlast skráningar­heimild (mis­munandi rétt­inda­stig hugsanleg). Landskerfi bókasafna úthlutar einstaklingum skráningarréttindum í samræmi við kröfur skrán­ingarráðs og aftur­kallar þau ef tilefni reynist til. Skráningarráð sker úr um ágreinings­mál varðandi skráningarheimildir.
  6. Að skera úr um ágreining varðandi skráningu og efnislyklun (efnisorðagerð og efnisorða­gjöf).
  7. Að semja verklagsreglur um þróun kerfis­bundins efnisorða­lykils (thesaurus) sem byggir á Kerfis­bundnum efnisorðalykli fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, 3. útg. (Rv. 2001) og Samningi um gerð kerfisbundinnar efnisorðaskrár milli menntamálaráðuneytis og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns dags. 4. september 2001. Enn­frem­ur að marka stefnu um notkun efnisorðalykilsins til að sem mest sam­ræm­ing náist í beitingu hans. Skrán­ingar­ráð skal velja hug­búnað sem hentar við gerð efnisorða­lykilsins þannig að hann verði aðgengilegur sam­starfsaðilum á Netinu.
  8. Að velja þau erlendu bókfræðilegu gagnasöfn sem aðgengi­leg verða í gegnum Lands­kerfi bókasafna.
  9. Að skipa í vinnuhópa um skráningu og efnislyklun eftir því sem þörf kref­ur, s.s. um skráningu á tón­listar­efni og stjórnarprenti og um lýsigögn, ennfremur um efnis­orðagerð fyrir bókmenntir, tónlist og sér­hæfða efnis­flokka á sviði vísinda og tækni.
  10. Að koma á verkaskiptingu milli safna eftir því sem tilefni er til, t.d. um skráningu og efnislyklun á efni í ís­lenskum tímaritum og um endanlega gerð skráningarupplýsinga á sérefnissviðum.
  11. Að hafa í samstarfi við Landskerfi bókasafna forgöngu um fræðslu um bókfræðilega skráningu og efnis­lyklun (efnisorðagerð og efnisorðagjöf) eftir því sem þörf krefur við rekstur bókasafnskerfisins.

Með skráningarráði starfa eftirfarandi þrír sérfræðingar (án atkvæðisréttar)

  • Starfsmaður frá Landskerfi bókasafna.
  • Ritstjóri efnisorða sem er starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Há­skóla­bóka­safns. Rit­stjóri hefur dag­lega stjórnun efnisorða­samvinnu á hendi, þ.e. tekur við tillögum um efnisorð frá samstarfs­aðilum, full­mótar val­orð, vikorð og stigveldi og leggur tillögur fyrir skráningarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.
  • Ritstjóri bókfræðigrunns Gegnis sem er starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Há­skólabókasafns. Ritstjóri annast viðvarandi gæðaeftirlit með uppbyggingu bók­fræði­­­gagna, tekur við ábendingum og til­lögum frá sam­starfsaðilum og leggur fyrir skrán­ingarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Ritstjóri hefur umsjón með þjálfun varðandi skráningarþátt kerfisins.

Starfsreglur skráningarráðs

Erindisbréf skráningarráðs

 

Erindisbréf fulltrúaráðs Aleflis

Í lögum Aleflis – notendafélags Gegnis sem er samsarfsvettvangur safna er njóta þjónustu Landskerfis segir í 4. gr. undir lið III. Stjórn eftirfarandi:

„Fulltrúaráð notendafélagsins er skipað sjö til átta fulltrúum frá mismunandi safnategundum og komi þeir sem víðast af landinu. Skal einn vera frá Borgarbókasafni og einn frá öðrum almenningsbókasöfnum, einn frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og einn frá öðrum háskólabókasöfnum, einn frá grunnskólasöfnum og einn frá framhaldsskólasöfnum, einn frá stjórnsýslu- og sérfræðisöfnum og einn ef þurfa þykir frá öðrum þeim söfnum sem aðild eiga að Landskerfinu. Safnategundirnar skulu tilnefna fulltrúa sinn og einn til vara einum mánuði fyrir fulltrúaráðsfund hvert ár.

Fulltrúaráð skal halda fund minnst árlega. Fulltrúaráð kýs þriggja manna stjórn og einn til vara úr sínum hópi. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir aðalmenn annað árið og einn aðalmaður og einn varamaður hitt árið. Aðalmenn og varamenn mega sitja í tvö kjörtímabil samfellt. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin getur kallað áheyrnarfulltrúa frá Landskerfi bókasafna hf. á fundi ef hún telur þess þörf.“

Tilnefning fulltrúa:

1. Safnategundirnar tilnefna fulltrúa sinn einum mánuði fyrir fulltrúaráðsfund/aðalfund Aleflis ár hvert eins og segir í lögum Aleflis – notendafélags Gegnis.

2. Safnategundirnar skipti út fulltrúa sínum í fulltrúaráði eins oft og þurfa þykir. Mælst er til þess að þeir sitji í a.m.k. tvö ár til að tryggja að þekking og reynsla nái að byggjast upp í ráðinu áður en nýr fulltrúi er skipaður.

Hlutverk fulltrúa í fulltrúaráði Aleflis er að:

1. Vera tengiliður notenda við stjórn Aleflis og Landskerfis bókasafna hf. t.d með því að:

  • koma með ábendingar um efni á stjórnarfund

2. Miðla upplýsingum til notenda innan safnategundar t.d. með því að;

  • senda fundargerðir og tilkynningar til notenda, safna og stofnana
  • koma á fót póstlistum innan safnategunda

3. Boða og halda fundi innan safnategundar svo oft sem tilefni gefst til en þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári t.d. fyrir aðalfund Aleflis þar sem tilnefndur er fulltrúi í fulltrúaráðið.

4. Halda fundargerðir og senda til stjórnar Aleflis.

Hlutverk stjórnar Aleflis við fulltrúaráð er að:

Miðla upplýsingum um starfsemina t.d. með því að:

  • senda tilkynningar til fulltrúa um nýtt efni á vef Aleflis
  • senda út dagskrá og fundargerðir stjórnarfunda
  • hvetja fulltrúa til að senda inn ábendingar og tillögur að efni sem taka má fyrir á fundum stjórnar
  • kalla eftir tillögum um lagabreytingar sex vikum fyrir aðalfund Aleflis

Reykjavík, 24. maí 2013
f.h. stjórnar Aleflis
Ásdís H. Hafstað

Erindisbréf fulltrúaráðs 2004-2013