Útgáfusamningar
Um útgáfusamninga er fjallað í III. kafla höfundalaganna. Áður en vernduð verk eru gefin út eða birt á neti gera höfundar og útgefendur oft með sér samning. Slíkir samningar fela oftast í sér að höfundar afsala fjárhagslegum rétti á verki sínu til útgefanda gegn greiðslu. Höfundur á eftir sem áður sæmdarrétt á verki sínu og þarf útgefandi að leita samnings við hann ef verk hans er gefið út á annan hátt en fyrri samningur segir til um.
Höfundar fræðilegs efnis geta farið fram á að útgáfusamningur feli það í sér að þeir megi birta greinar sínar sem forprent og að rannsóknarstofnun sem þeir starfa við geti haft efnið á stafrænu safni sínu.
Dæmi eru um að bókasöfn háskóla hafi tekið að sér að geyma útgefið efni viðkomandi skóla eða háskólastofnunar á stafrænu safni. Oft eru slík söfn á opnum aðgangi. Ef ekki þá nýtur varðveislusafnið hins fjárhagslega réttar.
Útgáfusamningur á vef Rithöfundasambands Íslands http://www.rsi.is/samningar/utgafusamningur/
Leiðbeiningar um útgáfusamninga á vef Hagþenkis http://hagthenkir.is/sida.php?id=462
Opinn aðgangur
Vefur Landsbókasafns Íslands um opinn aðgang http://www.openaccess.is/
Um opinn aðgang á vef Wikipediu http://is.wikipedia.org/wiki/Opinn_a%C3%B0gangur
Greinar um opinn aðgang á vef Hirslunnar http://bokasafn.lsh.is/?PageID=15804