Tímarit.is
Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í fjarfundi 20. mars 2025 kl. 9:00-10:00.
Emma Björk Hjálmarsdóttir frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni fjallar um stafræna varðveislu og þá vinnu sem liggur á bak við vefinn timarit.is
Tímarit.is er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknaraðferðir. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Notendur geta leitað að efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíður.
ATH – Morgunkornið verður í fjarfundi sem hægt er að tengjast hér fyrir neðan auk þess sem upptaka verður gerð aðgengileg síðar.