Úr yfirlýsingu IFLA, alþjóðlegu bókasafnafélaganna og UNESCO frá árinu 2022:
Almenningsbókasöfn eru hlið að þekkingu í hverju samfélagi. Þau skapa grundvöll fyrir ævimenntun, styðja við sjálfstæða ákvarðanatöku og menningarþroska einstaklinga og þjóðfélagshópa. Almenningsbókasafnið styður við heilbrigði þekkingarsamfélaga með því að veita aðgang að og gera hvers konar sköpun, miðlun og þekkingu aðgengilega. Þar á meðal vísindalega og staðbundna þekkingu án viðskiptalegra, tæknilegra eða lagalegra hindrana.
Almenningsbókasafn veitir notendum sínum aðgang að alls kyns þekkingu og upplýsingum. Það er mikilvægur þáttur í þekkingarsamfélögum, sem aðlagast stöðugt nýjum samskiptamátum til að uppfylla það hlutverk sitt að veita almennan aðgang að og gera öllu fólki kleift að nota upplýsingar á merkingarbæran hátt.
Það veitir almenningi aðgengilegt rými fyrir þekkingarsköpun, miðlun og deilingu upplýsinga og menningar og eflir borgaralega þátttöku.
Bókasöfn hafa hvetjandi áhrif á menningarstarf og styðja við nýsköpun, þau beita markvissum aðgerðum til að ná til markhópa sinna og ná með virkri hlustun að hanna þjónustu sem uppfyllir staðbundnar þarfir og stuðlar þannig að bættum lífsgæðum í samfélaginu. Almenningur ber traust til bókasafna og á móti er það metnaður almenningsbókasafna að halda samfélagi sínu upplýstu og meðvituðu.
Þjónusta almenningsbókasafna er veitt á grundvelli jafns aðgengis fyrir alla, óháð aldri, kyni, trú, þjóðerni, tungumáli, þjóðfélagsstöðu og hvers kyns öðrum einkennum. Veita þarf sértæka þjónustu og efni fyrir þá notendur sem geta, af einhverjum ástæðum, ekki notfært sér hina reglulegu þjónustu og annað efni, til dæmis málfræðilega minnihlutahópa, fólk með fötlun, lélega stafræna eða miðlakunnáttu, lélegt læsi eða fólk á sjúkrahúsum eða fangelsum.
Allir aldurshópar eiga að geta fundið efni sem hentar þörfum þeirra. Safnkostur bókasafna og þjónusta þeirra þurfa að geta boðið uppá allar gerðir miðla og nútímatækni ekki síður en hefðbundinna gagna. Tryggja þarf gæði og tengsl safnkosts við staðbundnar þarfir og aðstæður. Safnefni verður að endurspegla tungumál og menningarlega fjölbreytni samfélagsins, slíkt er grundvallaratriði. Safnkostur verður að einnig að endurspegla nýja strauma og stefnur í þróun samfélagsins og geyma jafnframt minningar um hugvit og ímyndundarafl mannsins.
Söfn og þjónusta þeirra ættu ekki að sæta neins konar hugmyndafræðilegri, stjórnmálalegri eða trúarlegri ritskoðun, né vera beitt þrýstingi frá viðskiptalegum hagsmunaaðilum.
Um hlutverk og markmið almenningsbókasafna segir m.a. að þeim sé ætlað:
- að veita aðgang að fjölbreyttu úrvali upplýsinga og hugmynda án ritskoðunar, styðja við formlega og óformlega menntun á öllum stigum sem og símenntun
- að veita tækifæri til að þroska sköpunargleði einstaklinga og örva ímyndunarafl, sköpunargáfu, forvitni og samkennd
- að skapa og styrkja lestrarvenjur barna frá unga aldri til fullorðinsára;
- að að hafa frumkvæði að, styðja við og taka þátt í læsis verkefnum og áætlunum til að byggja upp lestrar- og ritfærni, og auðvelda þróun miðla- og upplýsingalæsis og færni í stafrænu læsi fyrir allt fólk á öllum aldri;
- að veita notendum sínum þjónustu bæði á staðnum og rafrænt með stafrænni tækni sem veitir aðgang að upplýsingum, söfnum og forritum þegar mögulegt er;
- að tryggja aðgang almennings að hvers konar samfélagslegum upplýsingum og tækifærum með því að skipuleggja viðburði, og hlúa þannig að viðurkenningu á hlutverki bókasafnsins sem grundvallarstoð í samfélaginu;
- að veita notendum sínum aðgang að vísindalegri þekkingu;
- að að veita fyrirtækjum, félögum og áhugahópum á hverjum stað fyrir sig, viðunandi upplýsingaþjónustu;
- að varðveita og veita aðgang að staðbundnum og upprunalegum gögnum, þekkingu og arfleifð;
- að stuðla að umræðu um menningarleg tengsl og menningarlega fjölbreytni;
Um fjármögnum segir m.a.
Aðgangur að almenningsbókasafni og þjónustu skal að jafnaði vera ókeypis. Almenningsbókasafn er rekið á ábyrgð sveitarfélags eða ríkis. Það skal stutt með sérstakri og uppfærðri lagasetningu sem er í samræmi við alþjóðlega sáttmála og samninga. Það skal vera fjármagnað af innlendum stjórnvöldum og sveitarfélögum. Það skal vera mikilvægur þáttur í sérhverri langtímastefnu er varðar menningu, upplýsingamiðlun, læsi og menntun.
Á stafrænum tímum þarf löggjöf um höfundarrétt og hugverkarétt að tryggja almenningsbókasöfnum getu til að afla og veita sambærilegan aðgang að stafrænu efni á sanngjörnum skilmálum og raunin er um efnisleg safngögn.
Um rekstur og stjórnun segir m.a.;
Móta skal skýra stefnu þar sem markmið, forgangsröðun og þjónusta er skilgreind með þarfir sveitarfélagsins í huga.
Allir íbúar sveitarfélags skulu eiga greiðan aðgang að almenningsbókasafni. Til þess að svo geti orðið þarf vel staðsetta og vel búna aðstöðu fyrir bókasöfn, góða lestrar- og námsaðstöðu, auk viðeigandi tæknibúnaðar og nægilega langan og hentugan opnunartíma sem hentar þörfum notenda. Jafnframt þarf að tryggja þjónustu við þó hópa innan samfélagsins sem ekki geta heimsótt bókasafnið.
Yfirlýsing IFLA-UNESCO um almenningsbókasöfn 2022 í heild sinni – á íslensku
Yfirlýsing IFLA-UNESCO um almenningsbókasöfn 2022 – á ensku
Sjá frétt frá UNESCO um áhrif yfirlýsingarinnar hér.
Upplýsing hvetur ríki og sveitarfélög til að hlúa að almenningssöfnum landsins, hvort sem þau eru í fjölmennum eða fámennum samfélögum.