Landsfundur Upplýsingar á Suðurnesjum 2016
29.-30.september í Hljómahöll, Reykjanesbæ.
Landsfundur Upplýsingar verður að þessu sinni haldinn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, dagana 29. og 30. september n. k. Skipulag fundarins er í höndum starfsmanna bókasafnanna í Grindavík, Vogum, Sandgerði, Garði, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Reykjanesbæjar. Afhending gagna hefst kl. 9.00 og fundur settur kl. 10.00 á fimmtudeginum. Hátíðarkvöldverður verður kl. 19:00 í Hljómahöllinni. Dagskrá lýkur kl. 14.15 á föstudeginum og farið verður í skoðunarferð kl. 15:30 fyrir þá sem skrá sig í ferðina.
Þátttökugjöld, skráning og aðrar upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur.
Upplýsingar um gistimöguleika í Reykjanesbæ (hótel, gistiheimili, íbúðir) verða sendar út á Skruddu og sérstök frétt útbúin á vef Upplýsingar. Sérstök Fésbókarsíða fyrir Landsfund 2016 er komin í loftið, https://www.facebook.com/Landsfundur2014 þar sem ýmsum fróðleik og öðru skemmtilegu verður komið á framfæri. Við hvetjum ykkur til að líka við síðuna, deila henni og fylgjast með okkur þar. Hægt er senda undirbúningsnefndinni fyrirspurnir í gegnum síðuna eða á netfangið [email protected].
Hér nokkrir gistimöguleikar í Reykjanesbæ:
Um að gera að skoða stóru vefina eins og þessa og leita bara. Sumir aðilar auglýsa á mörgum vefjum en aðrir bara á einum.