Stjórn Upplýsingar hefur ákveðið að fresta bæði síðasta Morgunkorni vetrarins og aðalfundinum. Hvorutveggja verður haldið fimmtudaginn 27. ágúst.
Aðalfundarboð verða send út á næstu dögum en erindi á Morgunkorni flytur Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórnun og ber það yfirskriftina „Menntun í upplýsingafræði: Staða, væntingar og horfur“
Þið megið gjarnan taka daginn frá.