Search

Upplýsing boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 11.maí 2016. Fundurinn verður í Bókasafni Kópavogs og hefst kl. 17:30.

Að honum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.

Skráning á fundinn kemur síðar.

Félaginu vantar nýtt fólk í stjórn. Hafið samband ef þið hafið áhuga á að ganga til liðs við okkur á netfangið [email protected]

Dagskrá: 

Hér að neðan má sjá tilvísun í 8. gr. um aðalfund félagsins og mun dagskráin verða hin sama utan í lok fundar verða útnefndir heiðursfélagar Upplýsingar.

8. gr. ? Aðalfundur

Aðalfund skal halda í maímánuði ár hvert. Til hans skal boðað skriflega með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboðinu fylgi dagskrá fundarins, ásamt tillögum um lagabreytingar, ef einhverjar eru.

Dagskrá aðalfundar:

a) Skýrsla stjórnar.

b) Skýrslur hópa og nefnda.

c) Reikningar félagsins.

d) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.

e) Árgjald.

f) Lagabreytingar.

g) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.

h) Kosning skoðunarmanna reikninga.

i) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.

j) Önnur mál.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagar.

Lagabreytingar:

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingu bárust:

1 -VI Fjármál. 10 gr. ? Skoðunarmenn. Skoðunarmenn skulu yfirfara ársreikning og kanna bókhaldsgögn (fylgiskjöl) félagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Skoðunarmenn skulu staðfesta þá vinnu með undirskrift og dagsetningu á ársreikning eða fylgiskjal með ársreikningi og telst undirskrift hluti ársreiknings. Ef skoðunarmenn telja að nauðsynlegar upplýsingar vanti í ársreikning eða upplýsingar séu villandi og enn fremur ef talið er að fyrir liggi atvik sem varðað geti stjórnendur og ábyrgð skal vekja athygli á því.

2 -IV Stjórn og stjórnarstörf. 8. gr. ? Þóknun. Aðalfundur ákveður laun og þóknanir til stjórnarmanna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *