Alþjóðleg vika baráttu fyrir opnum aðgangi að vísindagreinum var haldin Í 13. sinn dagana 19. – 23. október 2020. Fimm bókasafns- og upplýsingafræðingar frá íslenskum háskólabókasöfnum skrifuðu blaðagreinar til að vekja athygli á þessum mikilvæga málstað og til að benda á það eignarhald sem bandarískir og breskir útgefendur hafa á rannsóknum háskóla sem margir eru reknir af almannafé. Greinarnar birtust daglega í Kjarnanum þessa viku.
19. október birtist grein Rósu Bjarnadóttur forstöðukonu bókasafns Listaháskóla Íslands um skort á stefnu frá stjórnvöldum um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum, #HvarerOAstefnan?
20. október birtist grein Guðrúnar Þórðardóttur bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands um hvers vegna fólk þurfi að borga aukalega fyrir aðgang að greinum, Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
21. október birtist grein Þórnýjar Hlynsdóttur forstöðukonu bókasafns Háskólans á Bifröst grein um upphafsmenn baráttunnar fyrir opnum aðgangi, Píratadrottningin og hakkarinn
22. október birtist grein Söru Stef. Hildardóttur forstöðukonu bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík um hringrásarhagkerfi rannsókna og áhrif Covid-19 á opinn aðgang, Covid, opinn aðgangur og ekki hringrásarhagkerfi
23. október birtist svo síðasta greinin, eftir Sigurgeir Finnson verkefnastjóra Opins aðgangs á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni um ólíkar leiðir til birtinga vísindaefnis í opnum aðgangi og kosti þess að birta í grænu leiðinni, Gulur, gylltur, grænn og brons
Nánar má lesa um opinn aðgang á vefnum www.openaccess.is