ARLIS/Norden, félagsskapur listbókasafna á norðurlöndunum, heldur sína árlegu ráðstefnu í Reykjavík í ár. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er The Arts and the Cultural Heritage og verður fjallað um áhrif menningararfsins á listir frá ýmsum hliðum. Meðal fyrirlesara eru Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) professor emeritus og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur.
Ráðstefnan fer fram á ensku og verður haldin í Eddu – húsi íslenskunnar 6.júní 2025
Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá ráðstefnunar í heild og skrá sig.