Ásbrú – kaupsamningur


Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða og
Bandalag háskólamanna (BHM)
gera með sér eftirfarandi kaupsamning um 1,67% félagshlut
í sameignarfélaginu Ásbrú af félagshlut BHM.


Af hálfu beggja aðila er kaupsamningurinn og kaupverðið á þeim forsendum byggt að umræddur 1,67% félagshluti – að viðbættum 2,09% félagshlut sem Upplýsing (arftaki Félags bókasafnsfræðinga frá og með 1. janúar 2000) á fyrir – alls 3,76% samsvari nyrsta herbergi á 2. hæð fasteignar Ásbrúar sf. að Lágmúla 7 sem er alls 10,5 fermetrar en reiknast 8,4 fermetrar vegna fjarlægðar við sameign og ástands fasteignarinnar.
Mun BHM leggja til í framkvæmdarstjórn Ásbrúar sf. að Upplýsing fái því herbergi úthlutað í sérnýtingu eins og Upplýsing fer fram á. Upplýsing fer fram á við framkvæmdarstjórn Ásbrúar sf að framangreint herbergi verði búið eðlilegum húsgögnum í samræmi við það sem tíðkast hefur og að skemmdir í herberginu verði lagfærðar, gólfdúkur endurnýjaður og herbergið málað.
Kaupverð er 463.000 kr.
Kaupverðið verður staðgreitt við afhendingu 1. febrúar 2000 og er því staðgreiðsluafsláttur innifalinn í kaupverði.
Félagshlutinn verður afhentur 1. febrúar 2000.
Framkvæmdarstjóri BHM lýsir því yfir að BHM mun styðja það að fundaraðstaða í Lágmúla 7 verði ekki skert frá því sem nú er.

Reykjavík, hinn 30. desember 1999,

F.h. BHM, með fyrirvara um samþykki stjórnar
Gísli Tryggvason,
framkvæmdarstjóri BHM.
(sign.)

F.h. Upplýsingar, með fyrirvara um samþykki stjórnar, 
Þórdís T Þórarinsdóttir, 
formaður Upplýsingar.
(sign.)