Upplýsing leitar að fulltrúa í stjórn Bláa skjaldarins, einn hefur boðið fram krafta sína en við þurfum að tilnefna tvo. Endilega kynnið ykkur starfsemi Bláa skjaldarins á vef þeirra (https://blaiskjoldurinn.is/) en þaðan er þessi texti fenginn: 
 
„Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins – International Committee of the Blue Shield – voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Það voru aðilar alþjóðasamtaka safna (ICOM), menningarminjastaða (ICOMOS), skjalasafna (ICA) og bókasafna (IFLA) sem komu að stofnun Bláa skjaldarins en grundvöllur í starfi hans er Haag-sáttmálinn frá 1954. Eins og áður segir er markmið Bláa skjaldarins að vinna að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. […] Þann 24. október 2014, á degi Sameinuðu þjóðanna, var landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi stofnuð en Íslendingar þekkja vel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta orðið af hennar sökum á mannlegt samfélagMarkmiðið með stofnun landsnefndarinnar er meðal annars að auka fagþekkingu þeirra sem starfa á menningarsöfnum um vernd menningararfsins með tilliti til þeirrar vár sem kann að steðja að honum. Má þar nefna til dæmis viðbrögð við náttúruvá, svo sem jarðskjálftum og öskufalli vegna eldgosa, sem við höfum upplifað á síðustu árum.“ 
 
Endilega setjið ykkur í samband við formann Upplýsingar, [email protected] ef þið hafið áhuga á að kynnast starfseminni og leggja henni lið.