Bókasafnið er fagtímarit á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Tímaritið kom út í fyrsta skipti árið 1974 og var gefið út í prentuðu formi fram til ársins 2020.
Útgefandi er Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða.
Frá árinu 2023 hefur Bókasafnið verið gefið út í opnum aðgangi og geta allir áhugasamir lesið tímaritið á vefnum bokasafnid.is
Sérstök ritnefnd annast útgáfu og ritstjórn Bókasafnsins og er ráðgefandi um útgáfu þess á vefnum. Nefndin hefur sjálfstæði í störfum sínum en er ætlað að upplýsa stjórn Upplýsingar reglulega um stöðu mála og framvindu. Árlega skal ritnefnd skila inn samantekt um starfsemi nefndarinnar til birtingar í ársskýrslu sem lögð er fyrir aðalfund Upplýsingar.