Search
book-wall-1151405_1920

Bókasafnið er fagtímarit á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Tímaritið kom í fyrsta skipti árið 1974 og var gefið út í prentuðu formi fram til ársins 2020.

Útgefandi er Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða. 

Frá árinu 2023 er Bókasafnið gefið út í opnum aðgangi og geta allir áhugasamir lesið tímaritið á vefnum bokasafnid.is

Ritstjórnarstefna

Ritstjórnarstefna

Lesa

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um frágang greina
Lesa

Verklagsreglur

Verklagsreglur

Verklagsreglur um útgáfu Bókasafnsins
Lesa

Eldri árgangar

Eldri árgangar

Eldri árgangar Bókasafnsins
Lesa

Verklagsreglur um útgáfu Bókasafnsins

Sérstök ritnefnd annast útgáfu og ritstjórn Bókasafnsins og er ráðgefandi um útgáfu þess á vefnum. Nefndin hefur sjálfstæði í störfum sínum en er ætlað að upplýsa stjórn Upplýsingar reglulega um stöðu mála og framvindu. Árlega skal ritnefnd skila inn samantekt um starfsemi nefndarinnar til birtingar í ársskýrslu sem lögð er fyrir aðalfund Upplýsingar.

  • Hlutverk og markmið: Bókasafnið er fagtímarit bókasafns- og upplýsingafræðinga, bókavarða, skjalastjóra, skjalavarða og annarra sem starfa við fagið.
  • Útgáfutíðni: Bókasafnið er gefið út árlega og kemur út að vori.
  • Upplag og útbreiðsla: Tímaritið er gefið út á vef og er opið öllum. Upplýsing sér um að tilkynna félagsmönnum þegar nýtt tölublað hefur verið birt.
  • Vefsetur tímaritsins er bokasafnid.is.
  • Efnistök: Hvaðeina sem snertir fag- og starfssvið félagsmanna. Sjá nánari upplýsingar í ritstjórnarstefnu. Ritnefnd sér um að kalla eftir efni frá félagsmönnum og öðrum þeim sem hún telur að eigi erindi.
  • Fjármögnun: Upplýsing kostar útgáfuna og sér m.a. um að áskrift að vefhýsingu og þjónustu vegna hennar.
  • Ritstjórn: Formaður ritnefndar er tilnefndur af stjórn Upplýsingar, hann er jafnframt ritstjóri Bókasafnsins. Í ritnefnd skulu vera að lágmarki þrír. Ritnefnd skiptir með sér verkum.