Bókasafnið – Tímarit

Bókasafnið er fagtímarit á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Tímaritið kom í fyrsta skipti árið 1974 og var gefið út í prentuðu formi fram til ársins 2020.

Útgefandi er Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða. 

Frá árinu 2023 er Bókasafnið gefið út í opnum aðgangi og geta allir áhugasamir lesið tímaritið á vefnum bokasafnid.is

Sérstakar verklagsreglur eða samningur milli stjórnar Upplýsingar og ritnefndar gilda um útgáfu Bókasafnsins og var hann samþykktur af stjórn Upplýsingar og ritnefnd. Má finna verklagsreglur um útgáfu Bókasafnsins hér til hliðar.