Til stendur að endurvekja fagtímaritið Bókasafnið og koma fyrsta rafræna tölublaðinu út í nóvember næstkomandi.
Ný ritstjórn er skipuð Hallfríði Kristjánsdóttur (Lbs-Hbs), Maríu Bjarkadóttur (Bókasafn Tækniskólans) og Tinnu Guðjónsdóttur (Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ).
Ritstjórn kallar nú eftir greinum til birtingar í tímaritinu
Síðasti skiladagur greina fyrir næsta tölublað er 30. október 2023
Efni tímaritsins verður með svipuðu móti og áður og áhersla lögð á að birta bæði vandað og fjölbreytt efni svo sem fræðilegar greinar, almennar og fræðandi greinar, viðtöl, umfjallanir um ráðstefnur og málþing, stuttar bókmenntatengdar greinar og svo framvegis.
Í ritstjórnarstefnu segir m.a.:
Mikilvægt er að í tímaritinu sé fjallað um öll svið sem falla undir bókasafns- og upplýsingafræði, svo sem skólabókasöfn, almenningsbókasöfn, rannsóknarbókasöfn og bókasöfn stofnana og fyrirtækja, skjalastjórn, skjalavörslu eða upplýsingamál almennt.
Jafnframt væri óskandi að fá efni frá sem flestum landshlutum.
Ábendingar um spennandi efni og höfunda eru vel þegnar, sem og aðrar ábendingar er varða útgáfuna
Greinar sendist með tölvupósti á: [email protected]