Bókasafnið (old)- verklagsreglur

Útgáfunefnd ? verkefni og verklagsreglur

Hlutverk Útgáfunefndar er að annast útgáfu og ritstjórn Bókasafnsins, Fregna og vera ráðgefandi varðandi útgáfu þeirra á vefnum. Nefndin hefur sjálfstæði í störfum sínum en er ætlað að upplýsa stjórn Upplýsingar reglulega um stöðu mála og framvindu.  Þá er útgáfunefnd gert að senda Upplýsingu ársreikning nefndarinnar tímanlega svo hægt sé að leggja hann fyrir aðalfund Upplýsingar.

 1. Bókasafnið ? verklagsreglur um útgáfu

  Útgefandi: Upplýsing ? Félag bókasafns- og upplýsingafræða.

  Hlutverk og markmið: Bókasafnið er fagtímarit bókasafns- og upplýsingafræðinga,
  bókavarða og annarra sem starfa við fagið.

  Útgáfutíðni: Bókasafnið er gefið út árlega að vori

  Upplag:  Miðast við félagafjölda í Upplýsingu auk þeirra eintaka sem send eru til heiðursfélaga, höfunda, auglýsenda og vegna ritaskipta og kynningar.

  Útbreiðsla: Allir skuldlausir félagar í Upplýsingu fá blaðið sent í áskrift skv. lista frá stjórn Upplýsingar.  Útgáfunefnd sendir blaðið til félagsmanna og annarra sem eiga að fá blaðið.

  Vefsetur blaðsins er undirsíða á vegum Upplýsingar. Við útgáfu hvers blaðs er birt efnisyfirlit og útdráttur þeirra greina sem birtast í blaðinu. Útgáfunefnd sér til þess að senda ritstjóra vefsins þetta. Að fjórum mánuðum liðnum verður blaðið aðgengilegt í heild sinni.  Afgangsblöð skulu geymd á skrifstofu Upplýsingar

  Efnistök: Hvað eina sem hugsanlega getur snert fag- og starfssvið félagsmanna. Hluti efnisins skal vera ritrýndur.

  Fjármögnun: Ritnefnd fjármagnar blaðið og umsjón þess með auglýsingum. Útgáfan skal standa undir sér. 

  Ritstjórn: Formaður útgáfunefndar er tilnefndur af stjórn Upplýsingar, hann er jafnframt ritstjóri Bókasafnsins. Uppstillinganefnd gerir tillögur um samstarfsaðila hans með fjölbreytileika og safnategundir í huga en í nefndinni skulu vera 5-7 aðilar. Nefndin skiptir með sér verkum. 

 2. Fregnir ? verklagsreglur um útgáfu

  Útgefandi:
  Upplýsing ? Félag bókasafns- og upplýsingafræða.

  Hlutverk og markmið: Fregnir eru fréttablað bókasafns- og upplýsingafræðinga,
  bókavarða og annarra sem starfa við fagið.

  Útgáfa: Fregnir koma eingöngu út á rafrænu formi að lágmarki 3 x  á ári (4 mánaða fresti). Stefnt skal að því að gefa Fregnir út á tveggja mánaða fresti.

  Útbreiðsla:  Á innri vef  Upplýsingar ? slóðin send til félagsmanna.

  Efnistök: Fréttir, frásagnir og umræður um hvað eina sem hugsanlega getur snert fag- og starfssvið félagsmanna. Útgáfunefnd leggur mat á hvaða efni á erindi í Fregnir og hvað í Bókasafnið.

  Ritstjórn: Formaður útgáfunefndar ber ábyrgð á ritstjórn og útgáfu Fregna. Það er lagt í hans hendur að finna gott form á útgáfu fréttablaðsins.  

Samþykkt í desember 2011