Search
Upplýsing í samvinnu við bókasöfn í landinu gengst fyrir Bókasafnsdegi í fimmta sinn þriðjudaginn 8. september 2015 í þeim tilgangi að vekja athygli á mikilvægi bókasafna og upplýsingamiðstöðva. Bókasafnsdagurinn er einnig dagur þar sem starfsfólk gerir sér eitt og annað til ánægju. 
Engin þátttökugjöld – en nauðsynlegt er að skrá þátttöku svo hægt sé að senda gögn og annað efni beint á viðkomandi bókasafn. Síðasti skráningardagur er 25. ágúst. Skráðu bókasafnið þitt hér
 
Hægt er að skoða á vef Upplýsingar hvernig síðustu Bókasafnsdagar hafa verið, ásamt hugmyndum um hvernig söfnin geta gert daginn hátíðlegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *