Bókasafnsdagurinn er dagur þeirra sem starfa á bókasöfnunum. Við hvetjum öll bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar til þess að vera með. Ekki gleyma því að njóta dagsins og gera eitthvað fyrir eða með starfsmönnum.
Mikilvægi lesturs og læsis er óumdeilanlegt. Bókasöfnin eru einn af hornsteinum lestrarmenningar Íslands og þess vegna leggjum við áherslu á læsi í slagorði bókasafnsdagsins: Lestur er bestur
Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt:
Þema dagsins er: Lestur er glæpsamlega góður
Að venju verður haldið sérstakt Morgunkorn að morgni Bókasafnsdagsins þar sem félagsmenn Upplýsingar og starfsmenn bókasafna koma saman, halda upp á Bókasafnsdaginn, þiggja veitingar og hlusta á erindi í tilefni dagsins.
Við hefjum gleðina á morgunkaffi kl. 8:45 en dagskráin sjálf hefst 9:00.
Staður: Borgarbókasafnið Kringlusafn.
08:45 – Húsið opnar/morgunmatur
8:55/9:00 –Formaður Upplýsingar kynnir
9:00-9:30 – Erindi flytur Marteinn Knaran Ómarsson
9:30 – Kosning starfsmanna bókasafna um hvaða glæpasaga er best – kynnum orðaský og listann.
Rík hefð er komin á að brjóta upp daginn og bjóða upp á einhverskonar uppákomur, viðburði eða sérstaka þjónustu í tilefni af Bókasafnsdeginum fyrir gesti safnsins.
Við hvetjum söfn og stofnanir til að gera daginn frábrugðinn öðrum dögum, draga fram áhugaverðar bækur tengdar efni dagsins og vekjum athygli á starfinu, hlutverki safnanna og mikilvægi þeirra í samfélaginu.
Bókasafnsdagurinn nýtir samfélagsmiðla til hins ýtrasta til þess að vekja athygli á deginum og starfi bókasafna. Hér má sjá upplýsingar um net- og samfélagsmiðla sem notaðir verða á vegum Bókasafnsdagsins og hvernig söfn geta nýtt sér þá. Það er von undirbúningsnefndar að með samstilltu samfélagsmiðlaátaki muni okkur takast að gera Bókasafnsdaginn og bókasöfnin sjálf sýnileg enda er annað markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu. Spurningar, tillögur eða annað sem við kemur samfélagsmiðlum og vefjum beinist til vefstjóra.
Taktu þátt á samfélagsmiðlun með því að nota myllumerki dagsins.
#bokasafnsdagurinn
Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að tengjast á þeim miðlum sem þeir stunda.