Bókasafnsdagurinn: Hugmyndir 2011

Hugmyndir fyrir bókasafnsdaginn.
 
Hér verða settar inn hugmyndir að dagskrá og viðburðum sem bókasöfn geta nýtt sér fyrir bókasafnsdaginn.
Sendu þína hugmynd á oskarthr(hja)gmail.com.
 

100 íslenskar bækur sem þú VERÐUR að lesa
 
Við á Amtsbókasafninu á Akureyri fengum smá hugmynd sem gæti verið skemmtileg fyrir Bókasafnsdaginn, 14. apríl.
Hún er að búa til lista yfir 100 íslenskar bækur sem þú VERÐUR hreinlega að lesa. Ýmsir listar eru í gangi, varðandi 100 bestu lögin osfv. Af hverju ekki með bækur?
Hérna má svo sjá skemmtilega útfærslu á hvernig er hægt að setja svona lista upp: http://www.guardian.co.uk/news/datablog/2011/mar/14/information-beautiful-books-read-100#zoomed-picture
Þetta væri hægt að setja upp á blað, skreyta með smá texta, og setja á netið. Öll söfnin á landinu gætu því sótt blaðið, prentað út, og hengt upp í tilefni af Bókasafnsdeginum. Svo má að sjálfsögðu nota þetta síðar við fleiri tilefni og jafnvel setja þetta í dagblöðin eða víðar í tilefni dagsins.
Við myndum því þiggja frá ykkur ábendingar um bækur sem ykkur finnst að ætti heima á svona lista. Amtsbókasafnið myndi síðan taka listann saman, útbúa blaðið, og dreifa á Netinu með góðum fyrirvara fyrir 14. apríl.
 
 
Bestu kveðjur frá Amtsbókasafninu á Akureyri,
Hjalti Þór
[email protected]
 

Ýmiskonar hugmyndir að viðburðum:

– Blása upp marglitaðar blöðrur og hengja upp eins til að skapa stemningu eins og í afmæli

Upplestur fyrir börn/fullorðna

– Hengja upp gátur/spurningar með textum úr bókum þar sem giska á hvaða bók þetta er

– Bjóða í kaffi og bakkelsi

– Ljóðaupplestur

– Bjóða gestum að taka þátt í að skrifa sögu (samskrif)

– Hafa kynningu á ákveðnum höfundum/bókaflokki

– Skipuleggja að hafa fundi svo sem bókaklúbba þennan dag

– Lifandi tónlist

– Opin námskeið

– Bjóða gestum í skoðunarferðir „baksviðs“

– Bókmenntagöngur/bókmenntaumfjöllun

– Sérstakar uppákomur/efni á vefsíðu í tilefni dagsins

– Gefa bókamerki/lestrardagbækur

– Lestrarátak á safninu (hvað verða lesnar margar síður inni á bókasafninu á bókasafnsdeginum?)

– Samkeppni um slagorð fyrir bókasöfn

– Gefins bækur (þeir sem hafa sölubás gætu gefið þær þennan daginn)

– Spurningakeppni (ekki pubquiz heldur libquiz)

– Bjóða bæjarráðsmönnum/sveitastjóramönnum í formlega heimsókn

– Setja einhver met innan safnsins

– Fá bókaútgefanda til þess að gefa verðlaun í happdrætti/spurningaleik

– Skemmtun

– Brandarakeppni

– Bjóða upp á að skrifa bréf til bókasafnsins sem hengt verður upp

– Bjóða viðskiptavinum að koma kjósa 100 bestu bækurnar/ uppáhalds íslensku bókina sína