leb-851x315

Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur – út fyrir endimörk alheimsins

„Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur – út fyrir endimörk alheimsins“ verður haldinn 8.sept næstkomandi. Skráning bókasafna hefst þegar nær dregur. Markmið dagsins er tvíþætt:

  1. Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
  2. Vera dagur starfsmanna safnanna.

 

Bókasafnsdagurinn í hnotskurn:

Skemmtun: Bókasafnsdagurinn er dagur þeirra sem starfa á bókasöfnunum. Við hvetjum öll bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar til þess að vera með Ekki gleyma því að njóta dagsins og gera eitthvað fyrir eða með starfsmönnum. T.d. að bjóða upp á köku með kaffinu.

Morgunkorn: verður haldið að morgni bókasafnsdagsins. Kaffi og með því ásamt léttum og skemmtilegum erindum til að byrja daginn með glans. Dagskrá og staðsetning verður tilkynnt þegar nær dregur.

Dagskrá: Hvert og eitt bókasafn ákveður sjálft hvaða áherslur það setur og hvort einhver sérstök dagskrá verður í gangi á safninu fyrir gesti og/eða starfsmenn. Tilgangur dagsins er að beina augum að mikilvægi bókasafnsins.

Veggspjöld og bókamerki: Hér er að finna veggspjald og bókamerki sem hægt er að senda í prentun eða prenta út sjálf. Bókasöfn eru hvött til þess að skreyta safnið í tilefni dagsins til dæmis með litríkum blöðrum. 

 

 

Ljóðs, ljóðbrot og ljóðlínurÍ tilefni af Bókasafnsdeginum 2016 langar okkur að fá starfsfólk bókasafna landsins í lið með okkur og að þessu sinni tilnefna sínar uppáhalds ljóðlínur, ljóðbrot eða ljóð. Hvaða ljóð, kvæði, vísur, söngtextar eða rapp hafa hreyft við þér?

 

Þú velur hvort þú vilt bara skrifa eina línu úr ljóði, nokkrar línur, hluta úr ljóði eða ljóðið í heild. Það væri gott ef þú getur tilgreint höfund ljóðsins og ef ljóðið ber einhvern titil. Þú mátt koma með eins margar tilnefningar og þú vilt en sendu inn eitt ljóð í einu.
 
Fyrir bókasafnsdaginn verður tekinn saman listi með útvöldum ljóðum ljóðbrotum og ljóðlínum og útbúið veggspjald. Ljóðin, ljóðabækur eða ljóðahöfundana má síðan nýta í útstillingum og öðrum viðburðum á Bókasafnsdaginn ef áhugi er fyrir hendi.
 

 

Vefur Upplýsingar verður notaður til að hýsa gögn og upplýsa um stöðu mála. Bókasöfn eru hvatt til þess að kíkja á þessa síðu regulega. Tilkynningar verða sendar út á Skruddu og Bókinni.

Auglýsingar: Bókasafnsdagurinn verður auglýstur í ýmsum miðlum.Gert er ráð fyrir stuttri en snarpri auglýsingahrinu. Auglýst verður í útvarpi, skjáauglýsingar í sjónvarpi og í bíóhúsum. Hvert og eitt safn er svo hvatt til að auglýsa á félagsmiðlum t.d. Facebook og auglýsa daginn innanhúss, heima í héraði og á hvern einn hátt sem þeim er það mögulegt.

Fjölmiðlar: Unnið verður að því að vekja athygli fjölmiðla á mikilvægi bókasafna. Áhersla verður á allt það jákvæða sem bókasöfnin eru að gera (ekkert nöldur í gangi). Mikilvægt að bókasöfnin reyni að ná eyrum fjölmiðla í heimabyggð líka og í nærumhverfi þar sem sérfræði- og rannsóknarbókasöfn starfa (sem sé innanhúss). Bókasafnsdagurinn beinir augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna í samfélagií þeim tilgangi að fá jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Við hvetjum bókasöfn til þess að vera í sambandi við fjölmiðla í nærumhverfi. Það var eitt af því sem hefur skilaði sér afar vel um land allt síðustu ár.