Útskriftarnemar í bókasafnstækni. Á myndina vantar meðal annars Steinunni Óskarsdóttur sem fékk verðlaun fyrir bestan námsárangur. Myndina tók Bára Stefánsdóttir. Námið í bókasafnstækni skipulagði Upplýsing og Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Dreifnámið var ætlað starfandi ófaglærðum bókavörðum. Varðandi framkvæmd námsins var gengið til samstarfs við Borgarholtsskóla en Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytis styrkti verkefnið m.a. um þrjár m.kr. auk styrkja frá menntamálaráðuneyti til skipulagningar námsins og námsefnisgerðar en styrkirnir höfðu úrslitaáhrif um uppbyggingu námsins. Reglulega hefur verið sagt frá framvindu mála í Fregnum. Fréttabréfi Upplýsingar.
Alls hófu 30 nemendur dreifnámið en 23 luku því. Þar af luku 12 nemendur grunn- og séráföngum í bókasafnstækni en 11 eiga eftir að ljúka hluta af almennum greinum.
Nú sem stendur starfar vinnuhópur þriggja bókasafnsfræðinga á vegum Prenttæknistofnunar (skv. samningi við menntamálaráðuneytið) að því að undirbúa mat á starfsreynslu þeirra, sem lokið hafa grunn- og séráföngum, í samræmi við námskrá menntamálaráðuneytisins um vinnustaðanám í bókasafnstækni en samkvæmt námskránni er gert ráð fyrir eins árs starfsþjálfun. Í vinnuhópum eru þær Hulda Björk Þorkelsdóttir, Pálína Magnúsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir.
Stjórn Upplýsingar óskar nýútskrifuðum nemum í bókasafnstækni til hamingju með áfangann og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að gera námið að veruleika fyrir þeirra framlag. Sérstakar þakkir eru færðar áhugahópi um menntun ófaglærðs starfsfólks bókasafna, Borgarholtsskóla og höfundum námsefnis í bókasafnstækni. Þórdís T. Þórarinsdóttir
Nemendur sem luku dreifnámi í bókasafnstækni frá Borgarholtsskóla:
Aðalbjörg Sigþórsdóttir Bókasafni Hafnarfjarðar Anna Kristín Guðmundsdóttir Bókasafninu í Hveragerði Anna Marta Valtýsdóttir Bókasafni Reykjanesbæjar Elísa Anna Friðjónsdóttir Bókasafni Menntaskólans í Kópavogi Eva I. Sumarliðadóttir Héraðsbókasafni Borgarfjarðar, Borgarnesi Eygló Guðjónsdóttir Bókasafni Kópavogs Gíslína Jensdóttir Bókasafni Snorrastofu, Reykholti Guðbjörg Harðardóttir Bókasafni Hafnarfjarðar Guðbjörg Hringsdóttir Bókasafni Grundarfjarðar Gunnhildur E. Kristjánsdóttir Héraðsbókasafni Rangæinga, Hvolsvelli Helen Hreiðarsdóttir Bókasafni Kópavogs Helga Stefánsdóttir Bókasafni Mosfellsbæjar Ingibjörg Þóroddsdóttir Bókasafni Akraness Kristjana Ólöf Örnólfsdóttir Bókasafni Mosfellsbæjar Margrét Björnsdóttir Bókasafninu í Neskaupstað Margrét Guðjónsdóttir Héraðsbókasafni Rangæinga, Hvolsvelli María Ögmundsdóttir Bókasafni Reykjanesbæjar Sesselja D. Tómasdóttir Bókasafni Kópavogs Sigríður I. Michelsen Leiguliðum ehf. Sigrún Jenný Guðmundsdóttir Bókasafni Vestmannaeyja Sigurbjörg Bjarnadóttir Ekki í starfi Stefanía Gísladóttir Bókasafni Öxarfjarðar Steinunn Óskarsdóttir Bókasafni Fjölbrautaskóla Suðurlands
Sjá einnig Morgunblaðið 28. des, bls. 38: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=798120 og frétt á vef Borgarholtsskóla http://www.bhs.is |