Á tímum Covid hefur berlega komið í ljós hversu hugmyndaríkt, drífandi og sveigjanlegt starfsfólk safna landsins er. Lausnirnar finnast víða þrátt fyrir að opnunartími hafi víðast hvar verið takmarkaður undanfarið og söfnin hafa boðið upp á góða þjónustu og fjölbreytta viðburði sem aldrei fyrr. Í 3. tbl. Fregna er að finna sögur frá Bókasafni Reykjnesbæjar og frá Grófarsafni í Reykjavík sem bæði hafa þurft að breyta út frá venjum sínum vegna samgöngutakmarkana.
Ritstjórn Fregna vill ólm segja safnafréttir úr Kófinu. Endilega sendið línu á [email protected] ef þið lumið á skemmtilegum fregnum úr ykkar starfi á þessum sérstæðu tímum.