Dagskrá haustins hjá Upplýsingu er farin að taka á sig mynd. 

Næsta Morgunkorn verður haldið þann 24. október í fyrirlestrarsal Landsbókasafns. Þau Sigurður Örn Guðbjörnsson og Úlfhildur Dagsdóttir ætla að segja okkur frá bókasafni Samtakanna ’78.

Málþing Upplýsingar verður svo haldið í Bókasafni Garðabæjar þann 29. nóvember kl. 13-17 og í beinu framhaldi af málþingi verður hin árlega jólagleði.

Viðburðirnir verða nánar auglýstir þegar nær dregur en um að gera að taka dagana frá strax.

Dagskráin fyrir vorið er í vinnslu og verður auglýst um leið og dagsetningar eru komnar á hreint.