Hver erum við og hvað gerum við?

Hlutverk, markmið og stefna

Upplýsing er fagfélag á sviði bókasafns-og upplýsingafræða.

Markmið félagsins skv. lögum þess eru:

  • Að auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekkingar bókasafns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna bókasafna og upplýsinga-miðstöðva.
  • Að efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda.
  • Að bæta aðstöðu til rannsókna og náms í bókasafns- og upplýsingafræði.
  • Að efla samstarf og samheldni félagsmanna.
  • Að gangast fyrir faglegri umræðu um bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar.
  • Að stuðla að og standa fyrir símenntun félagsmanna.
  • Að auka samvinnu ólíkra safnategunda.  
  • Að koma á samvinnu við innlenda og erlenda aðila með svipuð markmið.  
  • Að vera löggjafanum og stjórnvöldum til ráðgjafar um bókasafns- og upplýsingamál.
  • Að starfa með Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og öðrum stéttarfélögum eftir því sem við á.

 

 

Stjórn

Stjórn Upplýsingar 2023-2024
Formaður: Þórný Hlynsdóttir – formadur (hjá) upplysing.is
Varaformaður: Andrea Ævarsdóttir – varaformadur (hjá) upplysing.is
Gjaldkeri: Laufey Hallfríður Svavarsdóttir – gjaldkeri (hjá) upplysing.is
Ritari: Sigurlaug Jóna Hannesdóttir – ritari (hjá) upplysing.is
Meðstjórnandi:  Sif Sigurðardóttir – vefstjori (hjá) upplysing.is
 
Varamenn: 
Stefanía Gunnarsdóttir
Sigurgeir Finnsson
 

Vefstjóri:

Sif Sigurðardóttir – vefstjori(hjá)upplysing.is

  
Skoðunarmenn reikninga 2020-2021

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Margrét Ásgeirsdóttir

 
 
 

Nefndir og ráð

Ritstjórn Bókasafnsins 2023-
Hallfríður H. Kristjánsdóttir (Lbs-Hbs) – ritstjóri
María Bjarkadóttir (Bókasafn Tækniskólans)
Tinna Guðjónsdóttir (Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ). 

Netfang ritstjórnar er: [email protected] 
Skilafrestur efnis er 15. október ár hvert.

 
Höfundaréttarnefnd Upplýsingar 2018-
Erlendur Már Antonsson, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Þorbjörg Bergmann, bókasafn Hafnarfjarðar
Blái skjöldurinn 2023-2025 – Landsnefnd um varðveislu menningarminja
Tengiliður: Guðný Ragnarsdóttir, Árnastofnun og Guðný Kristín Bjarnadóttir, Bókasafni Reykjanesbæjar
  
Astrid Lindgren verðlaunin – ALMA
Tengiliður: Hólmfríður Björk Pétursdóttir, Amtsbókasafnið á Akureyri
 
Ráð á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis:
 
Stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2018-
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Óskar Þór Þráinsson til vara 
 
Bókasafnaráð 2021-2025
Tilnefndir af Upplýsingu 2021
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Helgi Sigurbjörnsson
Margrét Sigurgeirsdóttir og Guðmann Kristþórsson til vara
 
Höfundarréttarráð 2021-2025
Örn Hrafnkelsson, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
 
 
 
 
Hvar erum við

Nánar um Upplýsingu

Pósthólf 8865 | 128 Reykjavík 
Sími: 864-6220   
Tölvupóstfang: [email protected]
Veffang: www.upplysing.is

Kennitala félagsins er 571299-3059

Upplýsing varð til 1. janúar 2000 við sameiningu íslenskra bókavarðafélaga og er fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða, m.a. með það að markmiði að gangast fyrir faglegri umræðu, efla skilning á mikilvægi íslenskra bókasafna og upplýsingamiðstöðva í þágu menningar, menntunar og vísinda og efla samvinnu þeirra.

Fregnir – fréttabréf Upplýsingar

Þann 6. febrúar 2003 stofnaði stjórn Upplýsingar aðgangsstýrðan póstlista, Bókin, fyrir félagsmenn. Listinn var m.a. ætlaður til að auglýsa viðburði á vegum félagsins og til að senda upplýsingar til félagsmanna. Ennfremur var listinn félagsmönnum opinn sem umræðugrundvöllur um málefni félagsins og um bókasafns- og upplýsingamál almennt. Árið 2020 varð að leggja póstlistann niður og í hans stað var endurvakið fréttabréfið Fregnir sem sent er öllum félagsmönnum.

 

 

Hvar erum við
Hvar erum við

Merki félagsins

Árið 2000 var efnt til hugmyndasamkeppni um merki fyrir Upplýsingu.
Á fyrsta aðalfundi félagsins sama ár var Aðalbjörgu Þórðardóttur afhent bókaverðlaun fyrir hugmynd sína að merki fyrir félagið. Stjórn félagsins gekk síðan til samstarfs við höfundinn um frekari útfærslu á merkinu m.a. fyrir bréfagögn þess.

Merki var tilbúið til notkunar í endanlegri útgáfu í ársbyrjun 2001. Það er í rústrauðum lit og prýðir vef félagsins. Merkið er einnig notað á allt kynningarefni félagsins, s.s. penna, barmmerki og minnisblokkir.

Merkið var tilnefnt til sem eitt af fimm bestu vöru- og firmamerkjum árins 2001 í keppni ÍMARK (Félag íslensks markaðsfólks) og Sambands íslenskra auglýsingastofa. Tilnefningin staðfestir að merki Upplýsingar er meðal þess besta á sviði einkennismerkja hér á landi.

Aðalbjörg hannaði einnig mynd á forsíðu vefs Upplýsingar.

Tæknilegar upplýsingar um merkið.
Merki í lit: Pantine: 201
Process litur, tímarit: 0, 100, 65, 35
Preocess litur, dagblöð: 0, 100, 65, 15

Vefsetur Upplýsingar www.upplysing.is

Félagið hefur haldið úti vefsetri frá stofnun þess árið 2000.

Fyrstu árin var vefurinn unninn í FrontPage en frá árinu 2007 var vefurinn í vefumsjónarkerfi, frá fyrirtækinu Tónaflóði, 2017 var vefurinn fluttur í WordPress vefumsjónarkerfið og endurnýjaður með nýjar hönnunarkröfur í huga.

Allar ábendingar um efni á vefinn eru vel þegnar. Senda má tölvupóst á vefstjóra eða á [email protected]

Vefstjórar hafa verið:

Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir (2000-2002)

Vala Nönn Gautsdóttir (2002-2007) 

Hulda Björk Þorkelsdóttir (2007-2008)

Rósa Bjarnadóttir (2008-2010)

Óskar Þór Þráinsson (2010-2020)

Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir (2020- )

 

Hvar erum við

Heiðursfélagar Upplýsingar og fyrri bókavarðafélaga

 

 

2020          Jóhanna Gunnlaugsdóttir

2017          Marta Richter
2016          Þórdís T. Þórarinsdóttir
2014          Hulda Björk Þorkelsdóttir
2012          Arndís S. Árnadóttir
2012          Anna Torfadóttir
2007          Svanlaug Baldursdóttir
2007          Sigrún Klara Hannesdóttir
2004          Óli J. Blöndal
2004          Ólafur Pálmason
2004          Lárus Zophoníasson
2004          Hulda Sigfúsdóttir
2004          Erla Jónsdóttir
2004          Else Mia Einarsdóttir
2004          Einar Sigurðsson
1998          Þórdís Þorvaldsdóttir
1997          Kristín H. Pétursdóttir
1996          Gunnar Markússon
1996          Guðrún Gísladóttir
1995          Finnbogi Guðmundsson
1992          Hilmar Jónsson
1985          Anna Sigurðardóttir
1985          Anna Guðmundsdóttir
1985          Bjarni Vilhjálmsson
1985          Ólafur F. Hjartar
1980          Herborg Gestsdóttir
1978          Haraldur Sigurðsson
1974          Björn Sigfússon
1969          Guðmundur Gíslason Hagalín
Afhending heiðursverðlauna
Marta Richter