Félagsaðild að Upplýsingu
Félagsaðild að Upplýsingu veitir aðgang að margskonar fræðslu og fríðindum og tengir þig við samfélag einstaklinga sem starfar á sama sviði. Fríðindi skuldlausra félaga Upplýsingar (nemaaðild og einstaklingsaðild):
-
Aðgangur að öllu félags- og faglegu starfi Upplýsingar
- Áskrift að Bókasafninu (1 tbl. árlega)
- Aðgangur að Morgunkornum Upplýsingar
-
Aðgangur að Jólagleði Upplýsingar
- Áskrift að póstlista Upplýsingar – Fregnir
-
Réttur til að sækja um styrk í Ferðasjóð Upplýsingar á 3 ára fresti (sjá nánar úthlutunarreglur Ferðasjóðs)
-
20% afsláttur af bókum og tímaritum í bókabúðum Eymundsson gegn framvísun félagsskírteinis
- 20% afsláttur í IÐU Zimsen gegn framvísun félagsskírteinis
-
20% afsláttur af Landsfundi Upplýsingar
-
10% afsláttur í A4 gegn framvísun félagsskírteinis
-
Afsláttur af ráðstefnugjaldi ársþings IFLA (International Federation of Library Associations). Ráðstefnan er einn stærsti viðburðurinn í bókasafnaheiminum.
-
Afsláttur af ráðstefnugjaldi ársþings IASL (International Association of School Librarianship). Ráðstefnan er sérstaklega áhugaverð fyrir skólasafnverði.
Hér má finna Umsókn um félagsaðild
Árgjöld fyrir tímabilið 2022-2023:
Árgjald einstaklinga er kr. 7.000
Árgjald nema í bókasafns- og upplýsingafræði er hálft einstaklingsárgjald eða kr. 3.500
Árgjald stofnana er tvöfalt einstaklingsárgjald eða kr. 14.000.
Eftirlaunafélagar og lífeyrisþegar geta óskað eftir að greiða hálft árgjald enda hafi þeir greitt félagsgjöld samfellt í að minnsta kosti 10 ár. Heiðursfélagar eru undanþegnir árgjaldi en njóta allra réttinda á við fullgilda félaga.
Einungis skuldlausir félagar njóta fullra réttinda og fríðinda félagsins. Hafi félagi ekki greitt félagsgjöld í tvö ár í röð er nafn hans tekið út af félagaskrá.
Stafræn félagsskírteini Upplýsingar
Kæri félagsmaður.
Nú eru öll félagsskírteini Upplýsingar orðin stafræn. Auðvelt er að hlaða skírteininu niður í síma. Þeir sem ekki geta notað stafrænt kort, vinsamlega sendið tölvupóst á [email protected].
Kortin eru send á öll netföng samkvæmt félagsmannaskrá. Því er mikilvægt að netföngin séu rétt skráð og félagsmenn láti vita þegar breyting verður á netfangi.
Vinsamlegast smellið á linkinn sem berst í tölvupósti til þess að sækja félagsskírteinið í síma. Best er að vista það og nota í veskisappi eins og Apple Wallet, eða í SmartWallet fyrir Android, í símanum. Athugið að upplýsingar um fríðindi og afslætti er fást með framvísun skírteinisins eru á bakhliðinni.
Ef einver vandkvæði koma upp: [email protected]
Svona lítur kortið út í síma.