Search

Framkvæmdaáætlun 2002-2003

Framkvæmdaáætlun næsta starfsárs (2002-2003)
 
 
1.        Rekstur skrifstofu, s.s. að svara erindum og fyrirspurnum sem berast félaginu. Koma ýmsum upplýsingum sem berast, s.s. um ráðstefnur erlendis, á framfæri við félagsmenn. Sjá um útgáfu Fregna. Áframhaldandi kynning á félaginu. Þátttaka í samstarfi formanna og framkvæmdastjóra norrænna bókavarðafélaga og árlegum fundi þerra, ennfremur þátttaka í evrópsku (EBLIDA) og alþjóðlegu samstarfi (IFLA) eftir því sem við á.

2.        Halda áfram uppbyggingu skrifstofu félagsins. Skipuleggja, byggja upp og halda við heimasíðunni www.bokis.is. Ganga frá skjölum félagsins og finna þeim geymslustað. Viðhald félagatals. Stefnt er að ráðningu starfsmanns á starfsárinu. Halda utan um störf nefnda og fulltrúa.

3.        Skoða útgáfu félagsskírteina og gefa félagsmönnum kost á að kaupa nafnspjöld með einkennismerki Upplýsingar.

4.        Stofnun póstlista fyrir félagsmenn Upplýsingar til að auðvelda dreifingu upplýsinga til félagsmanna og gera hana markvissari.

5.        Halda opinn samráðsfund með fulltrúum nefnda og fulltrúum félagsins í nefndum og ráðum um starfsemi félagsins og innra starf þess.

6.        Endurmenntun bókasafns- og upplýsingafræðinga í samstarfi við Endurmenntunarstofnun. Standa fyrir almennum fræðslufundum fyrir félagsmenn.

7.        Útgáfa The School Library Manifesto frá 1999 á heimasíðu félagsins og e.t.v. á prenti. Drög að þýðingu liggja fyrir. Menntamálaráðuneytið veitti styrk til verkefnisins að upphæð kr. 50.000.

8.        Útgáfa fræðsluefnis um nýtingu á upplýsingatækni á heimasíðu félagsins og/eða á prentuðu formi. Menntamálaráðuneyti hefur veitt styrk til verkefnisins að upphæð kr. 350.000. Sótt hefur verið um viðbótarstyrk en svar hefur ekki borist enn þá.

9.        Áframhaldandi vinna við að byggja upp menntunarúrræði fyrir ófaglærða bókaverði í samvinnu við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna og Borgarholtsskóla. Vinna við námsefnis- og námsgagnagerð í framhaldi af námskrá fyrir bókasafnstækna og ennfremur að framgangi menntunarúrræða fyrir ófaglært starfsfólk á bókasöfnum sem tekið væri tillit til við röðun í launaflokka. Menntamálaráðuneyti hefur veitt styrk að upphæð kr. 450.000 til námsefnis- og námsgagnagerðar . Sótt hefur verið um viðbótarstyrk en svar ekki borist enn þá. Starfsmenntasjóður hefur veitt kr. 3.000.000 til verkefnisins: Starfsnám fyrir ófaglærða bókaverði.

10.     Halda áfram ritun sögu FB og BVFÍ ásamt aðildarfélögum þess (FBR, FAS og Skólavörðunnar). Sagan spannar sögu bókasafnsfræðinga- og bókavarðastéttarinnar frá stofnun Bókavarðafélags Íslands 4. des. 1960 fram til 4. desember 2000. Ennfremur er fjallað um mótunarár Upplýsingar. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur vinnur að ritununni.

11.     Efling félagsstarfs. Stefnt er að því að jólagleði og vorferð verði fastur þáttur í félagsstarfinu. Ennfremur kynningar á lokaprófsritgerðum, s.s. meistaraprófsritgerðum.

12.     Stjórn Upplýsingar hefur á stefnuskrá sinni að félagsmenn njóti betri kjara en utanfélagsmenn á þeim námskeiðum og viðburðum sem staðið er fyrir innan vébanda félagsins. Miðað er við a.m.k. 20% mun. 

f.h. stjórnar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður

01.05.2002