Fregnir 25. árg. 1. tbl. 2000


Efni:
ÚTGÁFA OG ÚTLIT FREGNA
FRÆÐSLUFYRIRLESTUR Í BOÐI UPPLÝSINGAR 23. MARS 2000
UPPLÝSING – FÉLAG BÓKASAFNS- OG UPPLÝSINGAFRÆÐA
ÚTHLUTUN STYRKJA VEGNA UPPLÝSINGATÆKNI Í ALMENNINGSBÓKASÖFNUM
NVBF RÁÐSTEFNA Á ÍSLANDI
NOSP/ISSN FUNDUR Í OSLÓ
ERLENDAR RÁÐSTEFNUR
NÝÚTSKRIFAÐIR BÓKASAFNS- OG UPPLÝSINGAFRÆÐINGAR
SUMARSKÓLI NVBF
HUGMYNDASAMKEPPNI UM EINKENNISMERKI (LOGO) FYRIR UPPLÝSINGU
ÁRSÞING IFLA
NORDBOK – STYRKIR
REGLUR FERÐASJÓÐS UPPLÝSINGAR
ÚTHLUTUNARREGLUR FERÐASJÓÐS UPPLÝSINGAR
HIN NÝJA ÁSJÓNA BARNABÓKASAFNA
NÁMSKEIÐ FYRIR SKIPULEGGJENDUR LISTASMIÐJA FYRIR UNGT FÓLK AÐALSTJÓRNARFUNDUR HÚSFÉLAGSINS ÁSBRÚAR SF. 22. FEBRÚAR 2000
RITMENNT 4 KOMIN ÚT
BÓKASAFN LANDBÚNAÐARHÁSKÓLANS Á HVANNEYRI
BIBLIOGRAPHY OF NORDIC CRIMINOLOGY
MÁLÞING UM AÐGANG AÐ GAGNASÖFNUM OG RAFRÆNUM TÍMARITUM
NÝR VEFUR BORGARBÓKASAFNS
STEFNUMÓTUN LBS-HBS
LANDSFUNDUR UPPLÝSINGAR
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS – HÁSKÓLABÓKASAFN FIMM ÁRA
AUGLÝSING EFTIR UMSÓKNUM Í FERÐASJÓÐ UPPLÝSINGAR
NÝTT BÓKASAFNSKERFI FYRIR ÍSLENSK BÓKASÖFN
NÁMSKEIÐ Á SVIÐI BÓKASAFNS- OG UPPLÝSINGAFRÆÐI
VERKEFNISSTJÓRN UM VAL Á GAGNAGRUNNUM


Útgáfa og útlit Fregna
Nýtt sameinað félag bókavarða og bókasafnsfræðinga, Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða, hefur nú tekið til starfa.


Stjórn hins nýja félags þótti tilvalið að breyta útliti fréttabréfs félagsins, Fregna, á þessum tímamótum. Fyrsta skref útlitsbreytinganna er að setja fréttabréfið í stærra brot, A4, og veglegri kápu; það sem þið hafið í höndunum í dag. Næsta skref verður ekki stigið fyrr en einkennis-merki félagsins (logo) hefur verið valið og fullhannað (sjá auglýsingu um hugmyndasamkeppni annars staðar í blaðinu). Þegar einkennismerkið hefur verið ákveðið, form, litir o.fl., verður það sett á forsíðu fréttabréfsins, sem þá verður litprentuð í minnst tveimur litum á vandaðan pappír. Vonandi verður 2. tölublað ársins 2000 með það útlit. 

Útgáfuháttur Fregna hefur hingað til verið sá, að komið hafa út 3 tölublöð á ári; eitt að vetri, eitt að sumri og eitt að hausti. Hugmyndir eru um að fjölga tölublöðum í 4 á ári, þannig að að vetri komi út 2 tölublöð.


Stjórn Upplýsingar stóð að útgáfu þessa tölublaðs Fregna en stefnt að því að útgáfa Fregna verði í framtíðinni í höndum 3ja manna útgáfunefndar, og er áhugasömum bent á að hafa samband við Þórdísi T. Þórarinsdóttur formann Upplýsingar [email protected] eða Hafdísi Dögg Hafsteinsdóttur tengilið Upplýsingar við útgáfusvið [email protected]. Þá hafa Fregnir fengið ISSN númer; ISSN 1605-4415, eins og fram kemur á forsíðu og er þar með komið í hóp virðulegra skráðra tímarita. Vonandi eru félagsmenn ánægðir með breytingar.
Njótið vel,
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir


Fræðslufyrirlestur í boði Upplýsingar 23. mars 2000
Innan seilingar: upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun heimilda
Fyrirlestur byggður á lokaverkefni Guðrúnar Pálsdóttur, bókasafnsfræðings á Bókasafni RALA, til meistaraprófs í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands vorið 1999.
Tími: 23. mars 2000, kl. 16:15
Staður: Fyrirlestrarsalur á annarri hæð Þjóðarbókhlöðu.

Rannsóknin var gerð á árunum 1996-1998 og var megintilgangurinn að skoða hversu aðgengileg vísindarit voru vísindamönnum á fimm rannsóknarstofnunum á sviði raunvísinda í Reykjavík og hvernig þeir fylgdust með á sérsviði sínu. Rannsóknin var þríþætt. Borið var saman aðgengi vísindamanna að heimildum sem þeir vitnuðu til í ritum sínum útgefnum árin 1994 og 1995 og skoðað í hverju munurinn lá og líklegar skýringar. Gerð var könnun á því hvernig og hvar vísindamenn sömu stofnana fundu erlendar heimildir sem þeir vitnuðu til í ritum sínum þessi sömu ár. Einnig voru skoðaðar helstu upplýsingaleiðir vísindamanna og var það gert með opnum viðtölum við 15 manns frá átta rannsóknarstofnunum.


Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða
Þann 1. janúar 2000 tók Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða formlega til starfa samkvæmt lögum sem samþykkt voru á stofnfundi félagsins þann 26. nóv-ember 1999. Stofnfundur félagsins sem er sameinað félag bókavarða og bóka-safns- og upplýsingafræðinga var haldinn í Norræna húsinu. Að loknum stofnfund-inum var glæsileg mótttaka fyrir fundarmenn í Norræna húsinu í boði menntamála-ráðherra.

Undirbúningur að sameiningunni hefur staðið sl. tvö ár. Eftirfarandi félög samein-uðust í eitt fagfélag bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga: Bókavarða-félag Íslands ásamt aðildarfélögum (Félagi um almenningsbókasöfn og skólasöfn og Félagi rannsóknarbókavarða) og Félag bókasafns-fræðinga. Sérstakur vinnuhópur skipaður fulltrúum frá öllum félögum vann að framkvæmd sameiningarinnar.


Þann 12. janúar 2000 var haldinn fyrsti stjórnarfundur í nýja félaginu og skipti stjórnin með sér verkum á eftirfarandi hátt:


Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður [email protected] (kosin á stofnfundi)
Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður [email protected] (kosin á stofnfundi) formaður og varaformaður eru tengiliðir við stjórnunarsvið
Lilja Ólafsdóttir [email protected] gjaldkeri, tengiliður við fjármálasvið
Hólmfríður Tómasdóttir [email protected] ritari, viðheldur félagatali
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir [email protected] meðstjórnandi, tengiliður við útgáfusvið
Jenný K. Valberg [email protected] meðstjórnandi, tengiliður við ráðstefnu- og fræðslusvið
Þórhallur Þórhallsson [email protected] meðstjórnandi, tengiliður við fagsvið


Félagið hefur nú þegar fengið kennitölu og heimilsfang þess er að Lágmúla 7, 108 Reykjavík. Einnig hefur félagið fengið úthlutað netsvæði fyrir heimasíðu og er net-fangið www.bokis.is.


Þess má einnig geta að nú á vorönn eru fjögur námskeið hjá Endurmenntunar-stofnun í samvinnu við félagið.


Á fyrsta stjórnarfundinum bar hæst umræðu um húsnæðismál og samþykkti stjórnin kaupsamning um aukinn félagshlut í sameignarfélaginu Ásbrú dags. 30. des. sl. Stjórn BHM hefur einnig samþykkt kaupsamninginn fyrir sitt leyti. Kaupsamn-ingurinn tryggir félaginu sérnýtingu á 10,5 fermetra herbergi á 2. hæð að Lágmúla 7. Rætist þar langþráður draumur um fastan samastað sem er fyrsta skref í þá átt að félagið opni skrifstofu og ráði til sín starfsmann.


Í kaupsamningnum var gert ráð fyrir að húsnæðið væri afhent 1. febrúar 2000. Kaup-verð húsnæðisins er kr. 463.000 sem staðgreiðist við afhendingu þess. Ennfremur hefur félagið aðgang að fundaraðstöðu og þjónustu í Lágmúlanum eins og verið hefur. Stjórnin hefur tilnefnt Svövu H. Friðgeirsdóttur varaformann aðalfulltrúa Upplýs-ingar í sameignar-félaginu Ásbrú.


Þann 15. febrúar sl. var húsnæðið að Lágmúla 7 svo afhent stjórn Upplýsingar. Næstu skref í húsnæðismálunum verða að búa skrifstofuna húsgögnum og kaupa tölvu. Einnig er á dagskrá að endurskoða og uppfæra heimasíðu félagsins.


Af öðrum málum sem eru í deiglunni hjá stjórninni má m.a. nefna kynningu félagsins og skipu-lagningu þess, endurmenntun, skipulag menntunarmála ófaglærðra bókavarða, undi-búning funds formanna og framkvæmdastjóra norrænna bókavarðafélaga sem haldinn verður hér á landi dagana 26. og 27. maí nk.


Nú á næstunni verða sendir út gíróseðlar vegna félagsgjalda og vonast stjórnin til þess að félagsmenn taki þeim vel.


Fyrsti aðalfundur félagsins sem haldinn verður nú í vor verður auglýstur síðar.
f.h. stjórnar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður


Úthlutun styrkja vegna upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum
Menntamálaráðherra hefur úthlutað styrkjum af fé því sem veitt er í fjárlögum 2000 vegna upplýsingatækni í almenningsbókasöfnum í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 36/1997, um almenningsbókasöfn.


Auglýst var eftir umsóknum 26. september s.l. og rann umsóknarfrestur út 1. nóvember. Alls bárust 18 umsóknir um rúmlega 9 milljónir króna.


Að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar um almenningsbókasöfn voru veittir styrkir sem hér segir: • Bókasafn Bolungarvíkur kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði.
 • Bókasafn Djúpavogs kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði.
 • Bókasafn Eyjafjarðarsveitar kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði.
 • Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði og námskeiða fyrir starfsfólk.
 • Bókasafn Ólafsfjarðar kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði og námskeiða fyrir starfsfólk.
 • Héraðsbókasafn Skagfirðinga kr. 200.000,- til kaupa á tölvubúnaði.
 • Bókasafn Suður-Þingeyinga kr. 200.000,- til kaupa á tölvubúnaði og námskeiða fyrir starfsfólk.
 • Bæjarbókasafn Ölfuss kr. 150.000,- til kaupa á tölvubúnaði og námskeiða fyrir starfsfólk.
 • Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði kr. 250.000,- til kaupa á tölvubúnaði.
 • Starfshópur um endurmenntun ófaglærðra bókavarða kr. 300.000.- til þess að skipuleggja nám fyrir ófaglærða starfsmenn almenningsbókasafna og undirbúa námsgagnagerð.
 • Félag um vefbókasafn kr. 500.000.- til þess að ljúka við að setja Vefbókasafnið í gagnagrunn.
 • Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn kr. 300.000,- til þess að gefa út flokkunarkerfi fyrir íslensk bókasöfn.
 • Bókasafn Norræna hússins kr. 300.000 til þess að hanna heimsíðu með völdum tengingum til Norðurlanda.

Styrkveiting er bundin skilyrði um að bókasafn sé opið almenningi a.m.k. 10 klukku-stundir á viku.


Að tillögu ráðgjafarnefndarinnar var ákveðið að fresta úthlutun á hluta af styrk-fjárveitingunni árið 2000 meðan beðið er niðurstöðu af starfi nefndar sem falið hefur verið að fjalla um val á bókasafnskerfi sem henti fyrir öll bókasöfn á landinu. Er þess vænst að tillögur hennar liggi fyrir á fyrri hluta þessa árs.
Þóra Óskarsdóttir


NVBF Ráðstefna á Íslandi
Upplýsingaþjónusta í rafrænu umhverfi: bókaverðir, notendur og þjónusta er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hotel Reykjavík við Sigtún,
22.- 23. maí, 2000.


Ráðstefnan er haldin á vegum NVBF, (Nordiske vitenskapliga biblioteks-foreningernas forbund) sem er Samband félaga norrænnarannsóknarbókavarða en um undirbúning hefur séð hópur sem tilnefndur var af FBR sem eins og kunnugt er hefur verið lagt niður með tilkomu Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða. Sjá http://www.bokis.is/nvbf/Welcome.html


Hér koma helstu upplýsingar um dagskrá: 
22. maí:
Bókaverðir : breytingar, vinna við upplýsingar, símenntun
Notendur: samskipti, sálfræðilegir þættir, þarfir notenda
Aðalfundur NVBF
Hátíðarkvöldverður


23. maí:
Þjónusta: tækninýjungar, breytt námsferli og gagnvirkir samskiptamöguleikar
Vinnuhópar (workgroups): þar sem verða frásagnir og umræður um efnið frá hagkvæmnis sjónarmiði
Skemmtiferð í Bláa Lónið eða Nesjavelli/Þingvelli.


Tungumál ráðstefnunnar: danska, norska, sænska og enska
Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndum og USA.Verð f. ráðstefnuna er kr. 20.000 (fyrrum FBR félaga) en 25.000 fyrir aðra.
Nánari upplýsingar er að finna á nýrri slóð Upplýsingar (því miður aðeins á
norsku enn sem komið er)
http://www.bokis.is/nvbf/Welcome.html


Í undirbúningshópnum eru: Hrafnhildur Hreinsdóttir, Landssíma Íslands [email protected]
Þórhildur Sigurðardóttir, Kennaraháskóla Íslands [email protected]
Eydís Arnviðardóttir, Iðntæknistofnun [email protected]
Ólöf Benediktsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar [email protected] 
Hrafnhildur Hreinsdóttir

NOSP/ISSN fundur í Osló
Dagana 10.-12. nóvember 1999 sótti undirrituð samvinnufund Norrænu samskrárinnar um tímarit (NOSP), ISSN alþjóðaskrifstofunnar í París og Eystrasaltslandanna, sem haldinn var í Osló. Fundinn sóttu rúmlega 20 manns frá Eystrasaltslöndunum, Frakklandi og öllum Norðurlöndunum nema Danmörku.


Tilefnið var meðal annars það að Eystrasaltslöndin hafa nú gerst aðilar að NOSP og farið er að taka inn í skrána færslur frá þeim. Ýmis málefni sem efst eru á baugi varðandi tímarit voru til umfjöllunar. Þar ber fyrst að nefna rafrænu tímaritin en mest var rætt um skráningu þeirra, hvort taka beri þau inn í samskrár og þá hvernig meðhöndla eigi í millisafnalánum. Þess má geta að ISSN alþjóðaskrifstofan úthlutar ISSN númerum fyrir rafræn tímarit og er að gera ýmsar breytingar á skráningarreglum sínum með rafræn tímarit í huga. Þá er hún að þróa sérstakan leitarlykil fyrir rafræn tímarit á vefnum, URN (Unified Resource Name) sem mun tengjast ISSN númeri ritsins og koma í stað vefslóðar eða URL (Unified Resource Location).


Einnig var rætt um svokallaðar ?sýndarsamskrár“ (Virtual Union Catalogues) fyrir tímarit en á Norðurlöndunum er unnið að því að slíkt samskrárkerfi verði virkt eftir 2 ár. Þá verður hægt að leita beint í tímaritasamskrám mismunandi landa en þetta kerfi er m.a. hugsað til að greiða fyrir millisafnalánum. Almenn ánægja ríkti með fundinn sem þótti mjög gagnlegur og voru Norðmennirnir kvaddir með virktum.
Helga Kristín Gunnarsdóttir


Erlendar ráðstefnur
Upplýsingu – Félagi bókasafns- og upplýsingafræða hafa borist tilkynningar
um eftirfarandi ráðstefnur:
Færeyjar
Ráðstefna um verk William Heinesen og Jörgen-Frantz Jakobsen.
Haldin í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 25.-27.5.2000. Aðgangseyrir kr. 400 færeyskar krónur.Nánari upplýsingar veitir Helga Hjörvar: [email protected]

England

The Information Age : Challenges and Opportunities. Ráðstefna á vegum
Special Libraries Association í Brighton, UK. 16.-19.10.2000. Aðgangseyrir
US$ 495. Nánari upplýsingar: http://www.slaglobal2000.org


Internet Librarian International 2000. Ráðsefna haldin í London daganna
20.-22.03.2000. Allar nánari upplýsingar er að finna:
http://www.internet-librarian.com og http://www.infotoday.ocm


Ísrael
Information for Co-operation: Creating the Global Library of the Future.
66. ráðstefna IFLA haldinn í Jerúsalem 13.-18.08.2000 Nánari upplýsingar:
http://www.teumcong.co.il

Svava H. Friðgeirsdóttir


Nýútskrifaðir bókasafns- og upplýsingafræðingar
Eftirfarandi nemendur útskrifuðust frá Félagsvísindadeild HÍ í febrúar 2000 sem bóka-safns- og upplýsingafræðingar. Aftan við nöfn nemenda er titill lokaverkefnis.
Alma Sigurðardóttir: Heilsuhringurinn 1979-1996.
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir: Innranet Álits – Skipulagning og uppsetning.
Erla Sigrún Lúðvíksdóttir: Saga sérfræðisafna á Íslandi: Rannsóknar- og érfræðibókasöfn.
Guðrún Þorbjörg Einarsdóttir: Skógarlykill: Efnisorðalykill ársrits Skógræktarfélags
Íslands 1982-1999.
Rannveig Guðjónsdóttir: Sveitarstjórnarmál: Efnisorðalykill 1989-1998.
Upplýsingar frá Ágústu Pálsdóttur skorarformanni
Bókasafns- og upplýsingafræði, Félagsvísindadeild, HÍ


Sumarskóli NVBF
Norrænn sumarskóli NVBF verður að þessu sinni haldinn í Helsinki, Finnlandi 18.-22. júní 2000. Sumarskólinn er á vegum finnska félagsins um rannsóknarbókasöfn í samvinnu við bókasafn Helsingfors háskóla og með stuðningi NORDINFO.
Efni skólans nú, er stjórnun forvörslu í bókasöfnum sem og á landsvísu (Preservation Management Summer School).
Síðasti skráningardagur er 1. maí og við hvetjum þá sem áhuga hafa á að skrá sig sem fyrst þar sem eingöngu komast 25 manns á skólann.
Nánari upplýsingar er að finna á vefslóð: http://www.dlh.dk//dpb/df/nvbf_arr.html#sommerskole
Hrafnhildur Hreinsdóttir


Hugmyndasamkeppni um einkennismerki (logo) fyrir
Upplýsingu – Félag bókasafns- og upplýsingafræða
Vinnuhópur um sameiningarmál bókavarðafélaga lagði til í síðasta tölublaði Fregna að fyrsta stjórn nýja félagsins gengist fyrir hugmyndasamkeppni um merki fyrir félagið sem kynnt yrði á fyrsta aðalfundi þess nú í vor.
Stjórn Upplýsingar hefur í samræmi við þessa tillögu ákveðið að efna til hugmynda-samkeppni um einkennismerki (logo) fyrir félagið.
Tillögum skal skila undir dulnefni til Upplýsingar – Félags bókasafns- og upp-lýsinga-fræða, Lágmúla 7, 108 Reykjavík fyrir 15. apríl næstkomandi. Í sérstöku lokuðu umslagi skulu vera upplýsingar um hver/hverjir standa á bak við tillögurnar.
Sérstök dómnefnd fer yfir þær tillögur sem berast og velur í samráði við stjórn félagsins eina tillögu sem síðan verður kynnt á fyrsta aðalfundi félagsins nú í vor.
Vegleg bókaverðlaun verða í boði.
Stjórnin hvetur félagsmenn og aðra sem láta sig málið varða til að taka þátt í sam-keppninni og koma fram með hugmynd að merki sem m.a. yrði notað á bréfsefni félagsins. Merkið þarf helst að minna á tilgang, markmið og viðfangsefni félagsins. 
F.h. stjórnar Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Þórdís T. Þórarinsdóttir


Ársþing IFLA
Fréttatilkynning hefur borist frá IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions) um hvar næstu IFLA-ársþingin verða haldin og fer listinn hér á eftir:


2000 Jerúsalem, 13.-18. ágúst
2001 Boston, 16.-25. ágúst
2002 Glasgow
2003 Berlín
2004 Buenos Aires
2005 Óákveðið – Tilboð óskast í ráðstefnuna.
2006 Seoul
IFLA var stofnað árið 1927 í Edinborg í Skotlandi. Haldið verður upp á 75 ára afmæli samtakanna á ársþinginu í Glasgow.
Markmið IFLA er að efla þróun hágæða bókasafns- og upplýsingaþjónustu um heim allan. Meðlimir IFLA eru um 1630 í 145 löndum. Árs-þing IFLA eru mjög fjölmenn, alls um 3.000 þátttakendur.
Aðalstöðvar IFLA eru í Haag í Hollandi. Konunglega bókasafnið í Haag, þjóðbókasafn Hollendinga lætur samtökunum í té húsnæði fyrir höfuðstöðvarnar.
Íslenskir félagar í IFLA eru þrír: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Landsbókasafn Íslands – Hskólabókasafn og Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða.
Vefsetur IFLA er: http://www.ifla.org og þar er að finna upplýsingar um IFLA, stefnu þess og störf.
IFLA ársþingið í Jerúsalem er það 66. í röðinni. Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá þess má finna á heimasíðu IFLA.
Þórdís T. Þórarinsdóttir


NORDBOK – styrkir
Norræna bókmennta- og bókasafnanefndin NORDBOK vill koma eftirfarandi á framfæri:
NORDBOK styrkir eru veittir til þess að styðja norrænt samstarf á sviði almenningsbókasafna og auka þekkingu og áhuga á Norðurlöndum og norrænum bókmenntum.
Styrkir eru veittir til m.a. endurmenntunar og símenntunar í formi námskeiða, ráðstefna og þinga, og til rannsóknar- og verkefnavinnu með samnorrænan ávinning í huga – ekki einstakra landa. 
Umsóknir um styrki til NORDBOK verða að berast fyrir 1. apríl 2000. Nefndin fjallar um umsóknirnar á fundi í Kaupmannahöfn 25. og 26. maí 2000.
Hægt er að fá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá undirritaðri. 
Marta Hildur Richter Bókasafni Mosfellsbæjar
[email protected] s: 5666822


Reglur Ferðasjóðs Upplýsingar  1. Heiti sjóðsins er Ferðasjóður Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsinga-fræða og er sjóðurinn eign Upplýsingar.
 2. Hlutverk sjóðsins er að styrkja félaga í Upplýsingu til náms- og kynnisferða.
 3. Þriggja manna sjóðsstjórn fer með fjármál og málefni sjóðsins. Gjaldkeri Upplýsingar er formaður sjóðsstjórnar og skal hann hafa umsjón með reikningum sjóðsins og bókhaldi og greiða út styrkina. Á aðalfundi félagsins skal auk þess kjósa tvo félagsmenn til setu í sjóðsstjórn.
 4. Stjórn sjóðsins sér um að ávaxta fé hans, leggur hluta vaxta við höfuðstól og úthlutar styrkjum eftir umsóknum. Úthlutun fer fram einu sinni á ári, fyrri hluta árs, og skal stjórnin auglýsa eftir umsóknum og setja hæfilegan umsóknarfrest.
 5. Tekjustofn sjóðsins er auk þess hluti af ágóða af Landsfundi annað hvert ár.
 6. Umsóknir skulu berast til stjórnar sjóðsins þar sem umsækjandi geri grein fyrir markmiði ferðarinnar.
 7. Stjórn Upplýsingar setur sjóðnum úthlutunar-reglur sem skal endurskoða á 3ja ára fresti.
 8. Tillögur til breytingar á reglum sjóðsins skal leggja fyrir aðalfund Upplýsingar til samþykktar.

 Úthlutunarreglur Ferðasjóðs Upplýsingar 
a) Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er að jafnaði kr.20.000 vegna ferða-lags til út-landa en kr. 10.000 vegna ferðar innanlands. Fjöldi úthlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.
b) Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu í a.m.k. fimm ár.
c) Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrk.
d) Í umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur.
e) Tilkynna skal um styrkveitingar á aðalfundi Upplýsingar ár hvert.
f) Umsóknarfrestur er til 15. apríl og skulu auglýsingar eftir styrkumsóknum birtast í Fregnum, þ.e. í fyrsta tölublaði úthlutunarársins.
g) Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar sjóðsins að lokinni ferð og skal skýrslan að öðru jöfnu birt í Fregnum – fréttabréfi Upplýsingar.
Samþykkt í stjórn Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða
í febrúar 2000.
Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður


Norrænt net um barnabókasöfn og -menningu
Hin nýja ásjóna barnabókasafna samnorræn ráðstefna 18.- 21. maí 2000 


Norrænt net um barnabókasöfn og -menningu var myndað árið 1997 sem vinnuhópur innan norrænna bókavarðafélaga. Markmið netsins er að efla samvinnu norrænna barnabókasafna sem byggist á faglegum grunni. Sama hugmyndafræði liggur að baki norrænum barnabókasöfnum en þau hafa þó hvert sína sérstöðu. Við viljum kynna þessa sérstöðu á uppbyggjandi hátt með því að miðla hugmyndum og þekkingu. 
Þess vegna bjóðum við norrænum barnabókavörðum til ráðstefnu þar sem hægt verður að mynda fagleg og persónuleg tengsl. Þar verður hægt að kynnast nýjustu stefnum á sviði barnamenningar og heyra um ýmis spennandi verkefni tengd bóka-söfnum á Norðurlöndunum. 

Meginmál: (Aktulle temaer) • nýjar áherslur í menningu barna eins og hún birtist í fjölmiðlum og á barnabókasafninu
 • þverfagleg samvinna
 • miðlun á gildum („verdiformidling“)
 • gæði miðlunarinnar („kvalitet i formidlingen“)

Ráðstefnan mun bæði vera í formi fyrirlestra og vinnuhópa þar sem bókaverðir munu kynna menningarleg verkefni fyrir börn á bókasöfnunum.
Markmið ráðstefnunar er að mynda óformleg sambönd þannig að fólk geti að henni lokinni unnið saman að ýmsum verkefnum sem tengjast barnabókasöfnum. 
Ráðstefnustaður: Rønningen Folkehøgskole, Myrerskogveien 52 B, 0495 Oslo (Kjelsås). Tími: frá fimmtud. 18.- sunnud. 21.maí 2000
Frestur til að tilkynna þátttöku er til: 20.mars 2000
Til: Meland Bibliotek, boks 13, 5906 Frekhaug, Norge
Upplýsingar um ráðstefnuna veita:
Carsten Flink : Nørre Alslev Bibliotek, Danmark +45 54434344
Larry Lempert: Stockholms stadbibliotek, Sverige +46850831220 [email protected]
Thorbjørg Karlsdóttir: Borgarbokasafn Reykjavikur, Island +354 5527155 [email protected]
Raija Poutiainen : Kallion kirjasto Finnland + 358 931085753 [email protected]
Bente Bing Kleiva : Meland Bibliotek, Norge +47 56170718 [email protected]
Inger M. Tingstad : Meland Bibliotek, Norge (ritari ráðstefnunnar) [email protected]
Ráðstefnan
er styrkt af Nordbok/Nordfolk
Þorbjörg Karlsdóttir 


Námskeið fyrir skipuleggjendur listasmiðja fyrir ungt fólk 
Í mörg ár hafa Kungsbacka Kulturförvaltning og Borgarbókasafnið í Stokkhólmi skipulagt listasmiðjur fyrir ungt fólk frá Svíþjóð, Norðurlöndunum og Evrópu. Eru þau aðallega ætluð fólki á aldrinum 15-22 ára. Listamenn eru ráðnir til að leiðbeina í skapandi skrifum, dansi, tónlist og leiklist og er markmiðið að þroska sköpunargáfuna og auka samkennd milli landanna. Smiðjurnar hafa verið vinsælar og hafa þær haft mikið listrænt gildi fyrir þátttakendur og fært þeim bókasafnsfræðingum sem séð hafa um skipulagningu dýrmæta reynslu. 
Nokkrir hópar íslenskra unglinga hafa farið á slík mót í Svíþjóð á undanförnum árum og fékk undirrituð tækifæri til að fara með einum þeirra sem leiðbeinandi sumarið 1998. Í stuttu máli sagt var ég afar hrifin af þessu framtaki Svía og held að við gætum haldið svipuð mót hér á landi með góðum árangri. Nú gefst þeim sem áhuga hafa á að skipuleggja slíkar smiðjur tækifæri til að læra af reynslu Svía á námskeiði í Kungsbacka dagana 8. – 11. apríl nk. Listasmiðjurnar hafa fengið styrki úr Norrænum sjóðum og verður á námskeiðinu meðal annars farið yfir hvernig og hvert á að sækja um slíka styrki. Frestur til að skrá sig er til 10. mars.
Þorbjörg Karlsdóttir
Aðalsafni Borgbókasafns s. 552 7155
póstfang: [email protected]


Aðalstjórnarfundur húsfélagsins Ásbrúar sf. 22. febrúar 2000.
Aðalstjórnarfundur húsfélagsins Ásbrúar sf. var haldinn 22. febrúar 2000 að Lágmúla 7. Húsfélagið Ásbrú er sameignarfélag. Tilgangur félagsins er að eiga og reka fasteign að Lágmúla 7, 3. hæð og hluta af 2. hæð. Upplýsing : Félag bókasafns- og upplýsingafræða á nú 3,76% af heildarrými eða 8,4 m2. 
Á aðalstjórnarfundinum skrifuðu fulltrúar félagsaðilanna, samtals 10, undir nýjan sameignarfélagssaming. Mikið hefur verið um tilfærslur milli herbergja og hafa félög verið að koma inn og flytjast út úr húsnæðinu. Þá var lögð fram rekstraráæltun 1. mars til 31. desember 2000. Skv. áætluninni mun hlutur Upplýsingar í rekstrarkostnaði vera kr. 15.667 á mánuði. Í rekstrarkostnaðinum er innifalið húsfélagsgjald, fasteignagjöld, vátryggingar, rafmagn, skrifstofuþjónusta, prentun, fundarkostnaður, viðhald, hreingerningar, rekstrarvörur, leiga á geymslu svo og laun og launatengd gjöld. Nemur hækkunin tæpum 5 þús. kr. miðað við það sem Félag bókasafns-fræðinga greiddi áður. En minnt skal á að halli var á húsfélaginu á síðasta ári og að hlutur rýmis FB var 2,54% af heildarrými.
Skipt var um fulltrúa í framkvæmdastjórn Ásbrúar. Ómar Árnason fulltrúi HÍK fór úr stjórn, þar sem HÍK hefur nú sameinast Kennarasambandinu og flytur í þeirra húsnæði, inn kemur Þrúður Haraldsdóttir frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Með henni í framkvæmdastjórn eru Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, og Edda Kristjánsdóttir frá Útgarði – félagi háskólamanna.
Ársfundur húsfélagsins Ásbrúar sf. verður haldinn í apríl nk. Dagskrá þessa fundar er skýrsla framkvæmdastjórnar, afgreiðsla ársreikinga og önnur venjuleg aðalfundarstörf.
Að lokum vill stjórn Upplýsingar hvetja nefndir og hópa innan félagssins að nota fundaraðstöðu að Lágmúla 7. Engin leiga er tekin að fundaraðstöðunni.
Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður Upplýsingar
Fulltrúi í stjórn húsfélagsins Ásbrú sf. 


Ritmennt 4 komin út
Fjórði árgangur af Ritmennt, ársriti Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, er nýkominn út. Í ritinu er um einn tugur greina og frásagnarþátta.
Í fyrstu greininni segir frá um tveggja alda gömlu íslensku handriti sem kom fram fyrir rúmum áratug í smábæ í Þýskalandi þegar skráð var þar gamalt bókasafn. Handritið hefur að geyma sögu frá ritunartíma þess sem samin er í stíl fornaldarsagna.
Í annarri grein ritsins er rakin saga sr. Þorgeirs Guðmundssonar, en til hans orti Jónas Hallgrímsson ljóðið: ?Þegar lauf skrýðir björk / þegar ljósgul um mörk / rennur lifandi kornstanga móða.“ Þorgeir ílentist í Danmörku og dvaldist þar til æviloka. Í næstu grein kemur Þorgeir Guðmundsson enn við sögu þar eð hann sá í upphafi um að kaupa bækur handa Möllersku lestrarfélögunum og senda til Íslands. Möllersku lestrarfélögin fyrir presta störfuðu víða um landið um miðja 19. öld.
Tvær greinar tengjast listgreinum sem ekki hafa verið áður til umfjöllunar í Ritmennt. Sagt er frá metnaðarfullri tilraun til að hefja kvikamyndagerð á Íslandi, sem heppnaðist þó ekki sem skyldi. Í hinni greininni er fjallað um Jón Leifs tónskáld, og er athyglinni einkum beint að aðdáun hans á Beethoven. Handrit Jóns hafa verið afhent Landsbókasafni.
Kveldúlfur nefndist handskrifað sveitarblað sem gekk milli bæja í Kelduhverfi um síðustu aldamót. Frá því segir í stuttri grein.
Þjóðarbókhlaða setur mikinn svip á umhverfi sitt. Aðalarkitekt hennar lýsir í sérstakri grein mótun hússins og þeirri hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar, en ekki síst eru myndir látnar tala sínu máli.
Ritinu lýkur með þrem stuttum þáttum. Hinn fyrsti er kenndur við grafskriftir og greinir frá óskyldum og kostulegum þætti í prentsögu síðustu aldar. Sagt er frá degi dagbókarinnar 15. október 1998. Og loks er þáttur um grannann í vestri, frásögn af íslenskum menningardögum í Nuuk í maí 1999.
Ritmennt er 160 blaðsíður og mikið myndskreytt. Ritstjóri er Einar Sigurðsson, en í ritnefnd eru Kristín Bragadóttir, Þorleifur Jónsson og Ögmundur Helgason.

Bókasafn Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri -Upplýsingamiðstöð- 
Bókasafn Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er sérfræðisafn á sviði kennslu og rannsókna í landbúnaðarvísindum. Safnið fékk eigið húsnæði árið 1979 sem leiddi til mikilla breytinga hvað varðaði aðgengi að fræðiritum fyrir nemendur og kennara. Með tilkomu safnsins var markvisst farið að veita fjármagni til bóka- og tímaritakaupa sem olli byltingu á allri aðstöðu til upplýsingaöflunar. Áhersla var lögð á að auka bókakostinn að mun og fjölga tímaritatitlum og öðrum gögnum til kennslu og rannsókna. Þá var skipulögð vinnuaðstaða fyrir nemendur og kennara á safninu.
Markmið bókasafnsins er að veita góða notendaþjónustu og til að ná settu marki er tekið mið af eftirfarandi atriðum: • Byggja upp safnið með tilliti til þarfa notenda og tryggja auðveldan aðgang að heimildum
 • Veita aðgang að gagnabrunnum utan bókasafnsins og auka þannig fjölbreytni í upplýsingaþjónustu
 • Þjálfa notendur í að tileinka sér aðgang að upplýsingum
 • Veita skjóta og faglega þjónustu 

Öll skráning heimilda er á tölvutæku formi. Nýtt bókasafnskerfi Metrabók hefur verið tekið í notkun á safninu. Þar er hægt að leita að efni eftir höfundi, titli eða efnisorðum og er kerfið nú opið öllum á heimasíðu skólans http://www.hvanneyri.is undir síðu bókasafnsins. Bókasafn Rala hefur einnig tekið í notkun samskonar kerfi og er ætlunin að söfnin hafi samvinnu með skráningu á efni þar sem boðið er upp á þann möguleika að skiptast á færslum sem er mikill vinnu- og tímasparnaður. 

Bókasafnið leitast við að veita aðgang að fjölbreyttri upplýsingaþjónustu. Safnið hefur aðgang að gagnagrunnum í gegnum Internetið. Einnig eru skrár norrænna bókasafna aðgengilegar og koma að góðum notum. Aðgangur að tilvísanaritum á prentuðu formi og geisladiskum eru til staðar á safninu.

NOVA-Gate er norrænn grunnur með rafrænum upplýsingum innan landbúnaðar, dýralækninga og skógræktar. Grunnurinn er unninn á bókasöfnum NOVA-háskólans sem er samstarf landbúnaðar- og dýralæknaháskólanna á Norðurlöndum. Er honum ætlað að þjóna þeim sem rannsaka eða nema á sviði landbúnaðarvísindanna. NOVA-Gate er að finna m.a. á síðu bókasafnsins og er opinn öllum.

Stefnt hefur verið að því að safna og skrá sem mest af því efni sem viðkemur kennslu og rannsóknum á sviði landbúnaðarvísinda og styðja þannig við starfsemi stofnunarinnar. Einnig hefur samvinna við önnur söfn verið stóraukin og eru millisafnalán stór þáttur í þjónustu þess. Með millisafnalánum er hægt að útvega tímaritsgreinar, bækur og annað efni. Þessi þjónusta skiptir sköpum fyrir lítil söfn sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn og takmarkað pláss. 

Bókasafninu hafa borist margar góðar gjafir og ber þar hæst Vigdísar og Tómásarsafn sem hjónin Vigdís Björnsdóttir og Tómás Helgason frá Hnífsdal gáfu skólanum á hundrað ára afmæli hans árið 1989. Þetta safn er eitt stæsta landbúnaðarbókasafn í einkaeign fyrir utan annan fjölþættan fróðleik sem þar er að finna. Athyglivert er hve vel hefur tekist að safna elstu heimildunum um íslenskan landbúnað og landbúnaðarrannsóknir að meðtaldri landbúnaðarmenntun allt fram á þennan dag. 

Hefur það komið vísindamönnum sem hafa nýtt sér safnið að miklu gagni. Að auki er í Vigdísar og Tómásarsafni ýmis fróðleikur um náttúrufræði, byggðasögu, jarðfræði, sagnfræði, þjóðfræði o.fl. Safnið er enn í vexti og berast í það á hverju ári nokkrir hillumetrar af bókum, tímaritum, og sérprentunum frá þeim sæmdarhjónum Vigdísi og Tómási.

Sérfræðibókasöfnin hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Í raun eru þau upplýsinga-miðstöðvar þar sem stór þáttur í þjónustu þeirra er að veita aðstoð við að nálgast og miðla hverskonar upplýsingum óháð staðsetningu með þeirri tækni sem rutt hefur sér til rúms síðasta áratug. Hlutverk bókasafnsfræðinga á sérfræðisöfnum hefur fengið annað vægi en áður, meiri tími fer í að fræða notendur um leiðir til að nálgast upplýsingar og einnig að leita fyrir þá og panta efni í millisafnaláni. Lítið sérfræðisafn byggir tilveru sína á samstarfi við stærri söfn og er mikilvægt að halda góðum tengslum við skyldar stofnanir út í hinum stóra heimi
Steinunn S. Ingólfsdóttir
bókasafns- og upplýsingafræðingur
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri


Nýr samnorrænn gagnagrunnur á sviði afbrotafræði og skyldra greina: Bibliography of Nordic Criminology
Þann 1. desember sl. var á vefsíðu Norræna sakfræðiráðsins opnaður nýr bókfræði-legur gagnagrunnur á sviði afbrotafræði og skyldra greina.
Norræna sakfræðiráðið (Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, Scandinavian Research Council for Criminology) var stofnað 1962 af dómsmálaráðuneytum Norðurlandanna fimm. Í ráðinu eru 15 meðlimir, 3 frá hverju landi. Stjórn ráðsins og aðalskrifstofa flyst á milli landa þriðja hvert ár. Hún hefur frá 1998 haft aðsetur í Danmörku við Retsvidenskabeligt Institut D við Kaupmannahafnarháskóla en flyst til Finnlands árið 2001. 
Tilgangurinn með því að setja á stofn þennan gagnagrunn er að gera aðgengilegar á einum stað á Netinu upplýsingar um nýjar norrænar rannsóknir á sviði afbrotafræði og skyldra greina, notendum að kostnaðarlausu. Í gagnagrunninn á að skrá allt efni sem gefið er út í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum og öll rit sem höfundar frá þessum löndum gefa út annars staðar en á Norðurlöndum frá og með 1. janúar 1999. Með útgefnu efni er átt við bækur, tímarits-greinar, skýrslur, ýmiss konar „grátt efni“, doktorsritgerðir o.fl. Í stuttu máli flest allt útgefið efni nema greinar í dagblöðum, lagasöfn og uppsláttarrit. Efnissviðið er afbrotafræði, refsiréttur, sakfræði, réttarlæknisfræði, réttargeðlæknisfræði, opinbert réttarfar, ávana- og fíkniefnavandamál o.fl.
Sænska fyrirtækið EPM-data AB, Stokkhólmi, sér um tölvutæknilegu hliðina en fyrir-myndin er EYRB: European Youth Research Bibliography sem er sam-evrópskur bókfræðilegur gagnagrunnur fyrir æskulýðsmál sem þeir hafa séð um útgáfu á: http://eyrb.epm.se/aeyrb
Í hverju þátttökulandi eru bókasafnsfræðingar ábyrgir fyrir að safna saman upplýsingum og sjá um skráningu í grunninn og kynna hann. Þeir sjá um skráningu á öllu efni sem gefið er út í þeirra heimalandi og einnig því sem landar þeirra gefa út erlendis. Efni sem birt er í samnorrænum tímaritum er skráð í landi höfunda. Hér á landi eru það Auður Gestsdóttir, Landsbókasafni – Háskólabókasafni (national redaktør) og Sólveig Bjarnadóttir, Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem sjá um skráninguna. Skráð er samkvæmt MARC-sniði og skráningareyðublað er sótt á netið. Hverri færslu eru gefin efnisorð á ensku og eru notuð efnisorð úr efnisorðaskránni National Criminal Justice Thesaurus. Allir titlar og undirtitlar eru þýddir á ensku – hafi þeir ekki verið skrifaðir á ensku – og einnig er enskur útdráttur látinn fylgja ef hægt er.
Mikill kostur er að upplýsingarnar verða aðgengilegar um leið og þær eru skráðar.
Ekki er ennþá hægt að sækja færslur úr öðrum gagnagrunnum, eins og t.d. tölvuskrám bókasafna, heldur verður að skrá allt upp á nýtt en vonandi stendur það til bóta. Yfir-umsjón og ábyrgð á þessu verkefni hefur Norræna sakfræðiráðið og hefur bókasafns-fræðingurinn Rie Iversen, Kriminalistisk Bibliotek, Kbh., yfirumsjón með bókfræði-legu hliðinni. („overnational redaktør“). Með reglulegu millibili eru haldnir vinnufundir bókasafnsfræðinga sem hafa umsjón með skráningu í grunninn.
Við sem sjáum um skráningu hér á landi höfum haft samband við alla aðila sem við teljum hugsanlegt að stundi rannsóknir á þessum sviðum eða viti af slíkum aðilum. Menn hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og telja það mjög þarft. Einnig höfum við gert lista yfir tímarit og ársskýrslur sem hugsanlega birta efni á þessu sviði. 
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Norræna sakfræðiráðsins: http://www.ibt.ku.dk/NSfK en einnig er hægt að komast í grunninn á slóðinni http://crim.epm.se/
Auður Gestsdóttir


Málþing um aðgang bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum
Málþing um aðgang bókasafna að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum – Stafræna bókasafnið – verður haldið við Háskólann á Akureyri föstudaginn 10. mars nk. 
Markmið málþingsins er að gefa íslenskum bókavörðum tækifæri til að kynnast nýjungum á sviði gagnasafna og rafrænna tímarita og læra af reynslu nágranna-þjóða við innleiðingu nýrrar tækni. 
Í tengslum við málþingið verða, fimmtudaginn 9. mars, haldnir notendafræðslufundir ætlaðir áskrifendum þeirra gagnasafna sem þar um ræðir. 
Málþingið verður í húsnæði Háskólans á Akureyri á Sólborg en notendafræðslan í húsnæði hans að Glerárgötu 36.
Þátttökugjald á málþinginu er kr. 5.500.
Skráning fer fram á Bókasafni Háskólans á Akureyri í tölvupósti[email protected] eða í síma 463 0528.
Sigrún Magnúsdóttir


Nýr vefur Borgarbókasafns
Þann 29. janúar síðast liðinn, í upphafi menningarársins, opnaði nýr vefur Borgarbókasafns Reykjavíkur www.borgarbokasafn.is. Upplýsingar af gamla vefnum voru lagðar til grundvallar en bætt við þær og ýmsu breytt. Ákveðið var að hafa útlitið í samræmi við annað kynningarefni safnsins, enda er vefurinn hluti af því. Í því felst að merki safnsins er áberandi á öllum síðum og litir vefsins og merkisins eru þeir sömu.
Af nýju efni á vefnum má nefna að hægt er að senda fyrirspurnir til upplýsingaþjónustu safnsins. Í framtíðinni er síðan ætlunin að setja algengustu spurningarnar og svörin við þeim á vefinn. Listi yfir íslensk bókmenntaverðlaun og verðlaunahafa er nýjung og þar er einnig að finna upplýsingar um bækur og höfunda sem hafa verið tilnefndir til íslenskra bókmenntaverðlauna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Loks má nefna kjörlista íslenskra bókmennta í þýðingum sem flokkaður er eftir tungumálum en þessi listi er hluti af samstarfsverkefni Borgarbóka-safns og bókasafna í sex öðrum menningarborgum ársins 2000. Hin söfnin eru í Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki, Kraká og Prag.Verkefnið, sem er margþætt, nefnist Eining í fjölbreytni en stór hluti þess er bókmenntavefur þar sem hvert safn kynnir höfunda frá sínu landi. Samnefnd sýning á efni frá þessum borgum stendur nú yfir í Foldasafni í Grafarvogi og er hún einnig hluti af þessu samstarfi safnanna.
Hvert safn vann sinn hluta bókmenntavefsins og var í sjálfsvald sett hversu ítarleg kynningin yrði og einnig hve margir höfundar yrðu kynntir. Borgarbókasafn valdi sex höfunda en hin söfnin þrjá, nema Borgarbókasafnið í Helsinki sem kynnir níu höfunda og Kraká sem kynnir tíu. Við ákváðum að hafa rithöfundana ekki fleiri en svo að hægt yrði að kynna þá ítarlega og einnig tókum við þá ákvörðun að nota tæknina til hins ítrasta og nota bæði hljóð- og myndefni þar sem við á. Það sem réði valinu á íslensku höfundunum var í fyrsta lagi þau skilyrði sem söfnin settu í upphafi en það var að höfundarnir skyldu vera starfandi og að verk þeirra hefðu verið þýdd á Evrópumál. Síðan var ákveðið að kynna jafmargar konur og karla og velja höfunda sem hafa sent frá sér fjölbreytt efni og mismunandi bókmenntategundir. Einnig þurftu höfundarnir að vera tilbúnir til að ferðast til hinna menningarborganna ef svo bæri undir því einn hluti verkefnisins felur í sér að höfundarnir taki þátt í bókmenntaviðburðum í öðrum menningarborgum.
Bókmenntavefur Borgarbókasafns er unninn í samvinnu við höfundana sjálfa og útgefendur þeirra og höfum við átt einstaklega ánægjulega samvinnu við þessa aðila alla. Höfundarnir skrifuðu allir grein um sig og skáldskapinn, bókmenntafræðingar voru fengnir til að skrifa um þá og ritaskrár eru ítarlegar. Á vefnum er einnig listi yfir verðlaun og viðurkenningar. Ritdómar í tímaritum og bókum eru taldir upp og birt brot úr sumum þeirra. Ritdómum úr dagblöðum var hins vegar sleppt. Að lokum má nefna að textabrot úr verkum höfundanna eru á vefnum og myndir tengdar verkunum, þar sem þær eru fyrir hendi. Þjóðleikhúsið lánaði til dæmis myndir úr leikritunum Grandavegi 7, Ég heiti Ísbjörg – ég er ljón og Óvitum og Íslenska kvikmynda-samsteypan lánaði myndir úr Englum alheimsins. Auk þess veittu myndskreytarar safninu leyfi til að birta myndir úr bókum.
Bókmenntavefurinn hefur nú verið þýddur á ensku og bókmenntagreinarnar einnig á dönsku. Formleg opnun sameiginlega vefsins fór fram á bókmenntahátíð í Helsinki þann 29. febrúar og má hvort sem er nálgast hann á heimasíðu Borgarbókasafns eða slóðinni http://literature2000.org
Borgarbókasafn hefur fullan hug á að auka við Bókmenntavefinn í framtíðinni og bæta við hann fleiri núlifandi höfundum, að sjálfsögðu í góðri samvinnu við höfundana sjálfa og aðra aðila. Vonandi tekst samvinnan við þá rithöfunda sem bætast við jafn vel og við þá sem þegar eru komnir á vefinn. 
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Kristín Viðarsdóttir 


Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Stefnumótun
Á fimm ára afmæli bókasafnsins, 1. desember 1999, kom út í prentuðum bæklingi stefnumótun fyrir safnið undir heitinu Þekking, vísindi og menning við aldaskil. Stjórn safnsins og starfsmenn þess höfðu unnið að stefnumótuninni undanfarið hálft annað ár, og í tengslum við þá vinnu varð reyndar til annað enn þá lengra stefnumótunarskjal sem einkum er ætlað að styðja hin innri störf í safninu.
Stefnumótunin felur í sér skilgreiningu á hlutverki safnsins og meginmarkmiðum, ásamt lýsingu á núverandi stöðu þess. Síðan er lýst framtíðarsýn safnsins til næsta áratugar eða svo og framkvæmdaáætlun til þriggja ára. 
Hlutverk bókasafnsins er skilgreint þannig að því beri að ?annast söfnun og varðveislu hins skráða menningarefnis íslensku þjóðarinnar, afla alþjóðlegs ritakosts fyrir fræðasvið Háskóla Íslands og almennar þarfir og veita fræðasamfélaginu, nemendum Háskóla Íslands og öllum almenningi sem greiðastan aðgang að því efni sem safnið hefur yfir að ráða“.
Um meginmarkmið safnsins segir m.a. að sem bókasafn Háskóla Íslands skuli það veita kennurum hans og nemendum sem fullkomnasta þjónustu, einnig að það skuli hafa forystu meðal íslenskra bókasafna um notkun upplýsingatækni til miðlunar efnis innanlands og utan og til að tryggja notendum aðgang að erlendum gögnum.
Um húsnæðismál segir svo í framkvæmdaáætlun til þriggja ára að ljúka beri á þeim tíma við forsögn að viðbyggingu við bókhlöðuna þar sem m.a. verði aðsetur fræðistofnana, svo sem Árnastofnunar og Orðabókar Háskóla Íslands. – Menntamálaráðherra vill beita sér fyrir slíkri athugun og hefur sett nefnd í málið. Hún er skipuð fulltrúum frá menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands, Árnastofnun og Landsbókasafni. Viðbyggingu við bókhlöðuna hefur frá öndverðu verið ætlað rými austan við hana, út frá þeirri hlið hennar sem veit að Þjóðminjasafni.
Einar Sigurðsson 


Landsfundur Upplýsingar
Fyrsti landsfundur Upplýsingar, hins nýja félags bókavarða á Íslandi, verður haldinn á Akureyri í kring um 1. september árið 2000.
Upphaflega var hugmynd undirbúningshópsins að halda fundinn í húsnæði Menntaskólans á Akureyri og nýta jafnframt heimavist skólans sem gistirými, en því miður gekk sú hugmynd ekki upp þannig að leitað er annara leiða.
Komnar eru hugmyndir að dagskrá en of snemmt er að láta neitt uppi um þær.
Við viljum því hvetja bókaverði til að taka frá þessa daga í byrjun september og jafnvel athuga með leigu á sumarhúsum stéttarfélaga á þessum tíma. 
Undirbúningshópurinn • Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fimm ára
  Fyrsta desember 1994 var hin nýja stofnun, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, opnuð með viðhöfn.
  Í tilefni af fimm ára afmælinu 1. desember sl. efndi safnið til hátíðarsamkomu að viðstöddum forseta Íslands, starfsmönnum safnsins og fjölda annarra gesta. 
  Stjórnarformaður safnsins, Jóhannes Nordal, setti samkomuna, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason háskólarektor fluttu ávörp, þá var ræða landsbókavarðar, Einars Sigurðssonar, en síðan flutti stjórnarformaðurinn safninu kveðju fjármálaráðherra og skýrði frá því að hann hefði afhent safninu til varðveislu málverk eftir Gunnlaug Scheving, Engjafólkið. Um er að ræða stóra mynd sem nú prýðir aðallestrarsal safnsins á 1. hæð. Afmælissamkomunni lauk með því að Kaffileikhúsið flutti kafla úr leikverki Karls Ágústs Úlfssonar Ó, þessi þjóð. 
  Á afmælisdaginn kom út ritið Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fyrstu fimm árin, þar sem raktir eru helstu þættir starfseminnar allt tímabilið og birtar tölulegar upplýsingar fyrir árin 1995-98. 
  Í inngangsorðum ritsins segir m.a. ?Bókasafnið er ein stærsta menningarstofnun landsins. Hún varðveitir meginhluta hins ritaða menningararfs, starfsmenn eru um eitt hundrað og safngestir nema mörgum hundruðum dag hvern, jafnvel þúsundum þegar mest er. ? Mikil umsvif fylgdu eðlilega vinnunni við sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns og flutning safnanna í nýja byggingu. Á þeim tíma var hafin hin hraðfara þróun í notkun upplýsingatækni í bókasöfnum. Samvinna hafði verið milli stofnananna tveggja um tölvuvæðingu þeirra, og má heita að spjaldskrár hafi þegar verið af lagðar í söfnunum þegar þau sameinuðust. En hið nýja safn fór þegar á fyrsta starfsári sínu inn á enn nýjar brautir í beitingu upplýsingatækninnar er það hóf að færa hluta af safnkostinum í stafrænt form, fyrst forn Íslandskort, en síðan handrit fornsagna ásamt prentuðu efni á því sviði. Forsendur þess verkefnis var hár erlendur styrkur sem safninu tókst að afla. ? Hin nýju húsakynni gera safninu kleift að leggja aukna rækt við almenna menningarstarfsemi, bæði með sýningarhaldi og samkomum. Meðal annars var 150 ára afmæli handritadeildar haldið hátíðlegt á árinu 1996. Í framhaldi af því var ráðist í að gefa einn mesta dýrgrip safnsins út með veglegum hætti, eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Pássíusálmunum. Sama ár hófst útgáfa fræðilegs ársrits.“ 
  Á afmælisdaginn kom einnig út stefnurit fyrir safnið (sjá umfjöllun um það annars staðar í þessu tölublaði Fregna), en að baki því liggur miklu ítarlegra stefnumótunarskjal sem veita á leiðsögn um hin innri störf í safninu. Síðar í afmælismánuðinum var svo undirritaður árangursstjórnunarsamningur milli safnsins og menntamálaráðuneytisins. Þar er gerð áætlun til þriggja ára um ýmsa þætti í rekstri safnsins og lagður grunnur að nýjum áherslum í starfsemi þess. EinarSigurðsson

  Auglýsing eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar
  Auglýst er eftir umsóknum í Ferðasjóð Upplýsingar Félags bókasafns- og upp-lýsinga—fræða. Hlutverk sjóðsins er að styrkja félaga í Upplýsingu til náms- og kynnisferða.
  Úthlutunarreglur sjóðsins eru m.a. eftirfarandi:
 • Upphæð sem úthlutað er til hvers styrkþega er að jafnaði kr. 20.000 vegna ferða-lags til út-landa en kr. 10.000 vegna ferðar innanlands. Fjöldi úthlutana fer eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.
 • Styrkþegi skal hafa verið skuldlaus félagi í Upplýsingu – Félagi bókasafns- og upp-lýsinga-fræða í a.m.k. fimm ár.
 • Umsækjandi sem ekki hefur hlotið styrk úr sjóðnum áður skal að öðru jöfnu sitja fyrir um styrk.
 • Í umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur.
 • Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
 • Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar sjóðsins að lokinni ferð og skal skýrslan að öðru jöfnu birt í Fregnum – fréttabréfi Upplýsingar.

f.h. stjórnar Upplýsingar
Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður


Nýtt bókasafnskerfi fyrir íslensk bókasöfn
Á 85. fundi Samstarfshóps bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum sem haldinn var í Menntaskólanum í Hamrahlíð 24. febrúar sl. var m.a. á dagskrá kynning á framgangi vals á bókasafnskerfi fyrir allt landið.
Sigrún Hauksdóttir kynnti stöðu mála. Í máli hennar kom m.a. fram að útboðið vegna kerfisins var opnað á Evrópska efnahagssvæðinu 4. febrúar sl. en útboðsgögnin voru endanlega tilbúin þann 21. febrúar. Tilboðsfrestur rennur út 28. mars nk. kl. 11 og verða tilboðin þá opnuð í votta viðurvist og gilda í 16 vikur. Í apríl og maí má búast við að haldnar verði kynningar á þeim kerfum sem talið er að komi til greina.
Stefnt er að því að tilkynna val á nýju kerfi 17. júní 2000 en til öryggis er 16 vikna sveigjanleiki í útboðsgögnunum.
Reiknað er með að samningur verði undirritaður 1. september nk. Kerfið verði afhent 1. mars 2001. og tekið í notkun þá um sumarið. Gert er ráð fyirir að stærstu söfnin ríði á vaðið með notkun kerfisins.
Fundarmenn á fundi SBF


Námskeið á sviði bókasafns- og upplýsingafræði
Haldin í samstarfi Endurmenntunarstofnunar HÍ og Upplýsingar

293. Stjórn bókasafna/upplýsingamiðstöðva – Skráningarfrestur til 17. mars.
Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum bókasafna/upplýsingamiðstöðva.
Gerð starfs- og fjárhagsáætlana. Aðferðir árangurstjórnunar kynntar. Leiðarljós, mark-mið og árangursmælikvarðar. Stefnumótun innan einstakra sviða eða deilda. Verk-efnis–stjórnun. Verkefnishópar og fundir sem stjórntæki. Skipulag funda. Starfs-manna-stjórn. Starfsþróun og símenntun starfsmanna. Efling liðsheildar og frum-kvæðis meðal starfsmanna. Starfslýsingar. Starfsmannasamtöl. Hvernig stofnun laðar að og heldur í dýrmæta starfsmenn.
Boðið verður upp á valfrjálsan dag / workshop þann 14. apríl kl. 13:00-16:00. Efnið sem tekið verður fyrir þann dag verður í tengslum við það sem farið hefur verið yfir og ræðst að nokkru af óskum þátttakenda. Þessi valfrjálsa viðbót kostar kr. 2.600 kr.Kennari: Anna Torfadóttir forstöðumaður Borgarbókasafns.
Tími: 27. og 28. mars kl. 13:00-16:00 – Verð: 8.200 kr. _____________________________________________________________________


291. Kennslutækni á bókasöfnum – Ætlað bókasafnsfræðingum og bókavörðum.
Grunnatriði safnkennslutækni. Farið verður í kennslufræði safnakennslu við hóp- og ein-staklingskennslu á söfnum. Tekið verður sérstaklega á safn- og tölvukennslu fyrir unga notendur. Kennd verður gerð notkunar- / kennsluleiðbeininga í PowerPoint for-ritinu og notkunar- / kennsluleiðbeiningar bókasafna á vefsíðum skoðaðar og gagn-rýndar m.t.t. kennslufræðilegs gildis þeirra.
Kennarar:
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir bókasafnsfræðingur í FVA
Kristín Indriðadóttir forstöðumaður bókasafns KHÍ
Kolbrún Hjaltadóttir kennari í tölvuveri Breiðholtsskóla
Fríða Haraldsdóttir skólasafnskennari við Selásskóla.
Tími: 8. og 9. maí kl. 9:00-16:00 – Verð: 12.400 kr.


Verkefnisstjórn um val á gagnagrunnum
Eftirfarandi aðilar eru í verkefnisstjórn um val á gagnagrunnum:
Haukur Ingibergsson, formaður skipaður af menntamálaráðherra
Eydís Arnviðardóttir, fulltrúi Rannís
Gísli Sverrir Árnason, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sólveig Þorsteinsdóttir, fulltrúi Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða
Þorsteinn Hallgrímsson, fulltrúi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns