Fregnir eru komnar út. Þær Gunnhildur Loftsdóttir og Fanney Kristbjarnardóttir hafa haft veg og vanda af blaðinu sem er fjölbreytt að venju. Þær ætla sér að gefa út eitt blað enn fyrir jól og óska eftir því að félagar sendi þeim efni eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina. Dálkurinn heyrst hefur er frekar rýr að þessu sinni, sem bendir til þess að annað hvort sé allt í stökustu ró eða „sögurnar“ svo svæsnar að þær eru ekki birtingarhæfar. Vonandi njótið þið blaðsins sem þið getið nálgast hér.