Stjórn Upplýsingar fundar reglulega í gegnum fjarfundabúnað, á stjórnarfundi þann 21. október var farið yfir starfið framundan og þau erindi sem borist hafa frá síðasta fundi. 

Covid-19 faraldurinn hefur óneitanlega áhrif á verkefni stjórnar, innlendum viðburðum hefur þurft að fresta eða hætta við en þeim sem hægt er að hafa í streymi verður haldið til streitu, eins og Morgunkorni.

Erlendar ráðstefnur og fundum alþjóðlegra samtaka frestað eða settar á netið.

Samstarfið heldur þó áfram og stjórn er bjartsýn á að með hækkandi sól verði hægt að boða til samverustunda félagsmanna.